Úlfarsfell

Þetta er alveg nýtt hjá mér, svona fjallgöngur. Ein góð vinkona mín kynnti mér fyrir þessu blessaða Úlfarsfelli þar sem menn og konur virðast þramma upp í tíma og ótíma. Ég er nú meiriháttar lofthrædd og var ekki alveg að gúddera að fara upp á fjallið (ok ef fjall skyldi kalla) en lét þó til leiðast og viti menn, þetta er alveg brilliant. Ég hef núna farið 2x og þetta er æði! Fínasta hreyfing, gott útsýni, ferskt loft og náttúra. LOVE IT. En hinsvegar fer vetur bráðlega að mæta á svæðið og þá þarf ég víst a finna mér eitthvað nýtt að gera. Dauðlangar að fara í Laugar en þar sem ég er atvinnulaus þá hef ég ekki efni á því alveg strax.

Já ég tók hið þunga skref í gær, skráði mig formlega atvinnulausa, oj hvað það er fúlt. En samt ég kýs þetta í raun og veru. Get alveg farið að vinna í bakaríi, Bónus, Bensínstöð eða what ever! Nóg af vinnu að hafa. En vissulega þarf maður einhvern tímann að segja stopp! Ef maður á að nýta hæfileika sína og komast eitthvað áfram í lífinu þá þarf maður einfaldlega kröfuharðari vinnu, svo einfalt er það.

Fór með stubbinn í skoðun í gær, hann er flottur að sjálfsögðu, ekkert út á hann að setja. Þeim var slétt sama þó hann væri ekki farinn að skríða, það væru bara ekki öll börn sem gerðu það og hana nú! Minn maður er bara varkár að eðlisfari og þar við situr :)

Ef þið vitið um góða vinnu, látið mig þá vita.....og spread the word people!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór á hið fræga Úlfarsfell um daginn og fannst þetta hin besta hreyfing. Gott fyrir svona ræktarpúka eins og mig að fara stundum út og hreyfa mig.

Gangir þér vel að finna draumavinnuna. Ég er viss um að hún bíður handan við hornið.

Guðlaug Erla (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Blessuð vertu, þú verður bara á atvinnuleysisbótum þar til þú finnur eitthvað gott. Það hlýtur eitthvað að dúkka upp fljótlega

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 28.8.2007 kl. 19:39

3 identicon

Þetta á allt eftir að smella saman hjá þér. Vinnan og allt.

Linda (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:23

4 Smámynd: Garún

Hvað langar þig að gera?

Garún, 29.8.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband