Leiðinlegast í heimi?

Já ég hef sko svarið við því hvað er leiðinlegast í heimi, en það er að leita sér að vinnu. Mikið djöfulli er það leiðinlegt. Sækjandi um helling af störfum (ok ekki ég reyndar...en what ever) og fá jafn mikið af nei-um. Svo er jafnvel hringt í mann án þess að maður sæki um tiltekið djobb en maður fær það samt ekki, því einhver var ráðinn innanhúss! Er það ekki til að toppa vonbrigði manns? Hey við erum með mega góða vinnu í boði, hvernig lýst þér á blabla bla...viðtal gengur vel og alles...en svo toppar liðið sig með því að ráða innanhúss! Af hverju í ósköpunum var viðkomandi staða ekki kynnt starfsfólki fyrirtækisins áður en farið var að leita utanhúss???

Ok ég er bitur....það er augljóst hahahhahahahhahahhah. Bara svo leiðinlegt þegar draumastarf kemur upp á borðið en er svo kippt svo snögglega frá manni :( Þarf núna að finna mitt grúv aftur bara, go to my happy place eins og einhver myndi segja...hlusta á ruglið í myndinni Secret og fá mikilmennskubrjálæði í kjölfarið og vilja gera allt bara af því að maður getur hugsað! Shit hvað ég er í vondu skapi núna...jæja þið sem nennið að lesa þetta hafið þá ekkert betra að gera en að láta mig draga ykkur niður í svaðið með mér hehheheheh.

En af því að ég er svo jákvæð og hress að eðlisfari þá bugar þetta mig ekki. Vissulega má hver og einn verða vonsvikinn, bitur, neikvæður, óhress, fúll og allt það stundum. Bara muna að hanga ekki of lengi í svona rugli því þá fær maður aldrei neitt í lífinu. Núna þarf ég bara að halda áfram að sækja um störf, kíkja í heimsókn á þessar ráðningarskrifstofur og vera voða dugleg að ota mínum tota. Svo endilega látið mig vita ef þið kæru lesendur hafið einhverja spennandi, skemmtilega og vel launaða vinnu handa mér...allar ábendingar vel þegnar.

kv.

Fúla konan sem síðan komst í gott skap :) Twisted personality HUMMMMMMMMM???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Já, þetta er hrikalega leiðinlegt en þú hristir þetta fljótt af þér og færð einhverja enn betri vinnu

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 24.8.2007 kl. 23:56

2 identicon

Gangi þér vel með atvinnuleitina:D Ekki það skemmtilegasta. En skemmtu þér rosalega vel í kvöld

Ella (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 23:12

3 identicon

Æ rússlan mín, vona að þú hristir þetta af þér strax!!! Það er einhver sökker þarna úti sem er að klára uppsagnafrestinn sinn svo að þú komist að:)

think positive

Linda Hrönn (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband