Hvað viltu gera?

Jamms hún Garún spyr hvað ég vilji gera....

Satt að segja veit ég það ekki 100% sjálf. En eitt veit ég að mínir hæfileikar liggja á sviði mannauðs. Það er að segja, ég á gríðarlega auðvelt með mannleg samskipti og óhrædd við að halda fyrirlestra eða sinna hverjum þeim störfum er krefjast samskipta við fólk. Svo mér datt nú í hug að mínir hæfileikar myndu þá etv. nýtast í störfum ráðningarfulltrúa, starfsmananstjóra (ok ekki strax etv, en kannski aðstoðarmaður á því sviði) eða eitthvað slíkt. Hinsvegar er ég opin fyrir öllum störfum því vissulega er öll starfsreynsla af hinu góða, alveg sama hvað starfið er.

Þá vitið þið það lesendur góðir! Ég er semsé í leit að krefjandi, skemmtilegu, vel launuðu starfi í fyrirtæki þar sem ríkir góður starfsandi og möguleiki á að vaxa í starfi og vinna sig upp :)

Vinsamlegast látið alla sem þið þekkið vita hvort þeir vilij ekki fá einn framúrskarandi starfsmann í sínar raðir :)

Góðar stundir, Sigrún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég segi og skrifa......og vittu til það mun rætast...

Þú skalt sækja um hjá Össuri stoðtækjaframleiðanda....ég veit þú færð jobb...Farðu í kynningardeild, starfsmannadeild, þróunardeild eða sóttu um hvað sem er.   Þegar ég lokaði augunum og hugsaði til þín sambandi við vinnu þá datt mér þetta strax í hug.  Sá þig sem part af einhverju teymi sem vann við eitthvað ákveðið verkefni, sá um að þróa það, kynna það og koma því í framleiðslu.  Það verða meira að segja einhver ferðalög tengd vinnunni og you are going to love it....ATH ég þekki engan hjá Össuri né nokkuð til fyrirtækisins...þetta er bara hugdetta, byggð á tilfinningu... ble 

Garún, 30.8.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigrún

Skellti inn almennri umsókn þangað..sjáum til hvað verður. Endilega komið með fleiri hugmyndir lesendur góðir!

Sigrún, 31.8.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Hmmm ef þetta gengur eftir þá fæ ég hroll niður í tær  En það væri samt frábært því þetta hljómar vel.....Fingers crossed

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 31.8.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband