Pest

Ligg í meiriháttar pest, hrikalegur hósti, slappleiki og stuð! Verst af öllu þá liggur maðurinn minn líka! En þegar maður á lítinn orkubolta sem er með handæði á háu stigi þá er þetta ekki beinlínis besti tíminn til að báðir foreldrarnir veikist og það illa. Með góðri hjálp frá foreldrum mínum og vissulega dagmömmunar líka þá náðum við að komast yfir versta hjallinn. Núna vona ég bara innilega að heilsan mín verði enn betri í á morgun þar sem á morgun er frí og litli kúturinn heima allan daginn. Verst af öllu þykir mér að þurfa að hafa hann inni allan daginn því ég veit hve gaman honum þykir að fara út. Ég vona því að ég verði amk það hress að geta farið í bíltúr bara rétt til að brjóta upp daginn.

Vona að þið hin sleppið við þessa pest en hún er hræðileg!!! Astmalyf, parkódín og nezeril eru á matseðlinum mínum þessa dagana....verst að ég finn nánast ekkert bragð og því er matarlystin lítil og máttleysið þeim mun meira....ok ég er hætt að væla...adios!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt alla mína samúð, ég steinlá í heila fjárans viku.. og var sú eina í fjölskyldunni sem fékk þetta sem er stórmerkilegt því yfirleitt veikist ég barasta ekki neitt!

Mæli með maraþonáhorfi á Friends....    Góðan bata!

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband