Upptekin!

Já ég er voðalega upptekin eitthvað þessa dagana. Félagslífið og menningarlífið í heild sinni virðist í hámarki nú í ágúst :) Að sjálfsögðu tókum við hjónin þátt í Gay pride og tókum nú litla stýrið með. Ótrúlegt hvað barnið getur sofið í gegnum bara allan hávaða! Ég meina það, sjálf hafði ég gríðarlegar áhyggjur af því að heyrnin hans myndi hreinlega skaðast í mestu látunum, en nei nei vinurinn bara svaf!

Næst á dagskrá er svo menningarnótt þar sem við hjónakornin verðum barnlaus og leikum lausum hala í bænum. Hlakka mikið til þess enda förum við alltaf á þennan viðburð og höfum gaman af.

Óli er kominn í sumarfrí ef frí skyldi kalla...hann mætir á hverjum degi kl. 8 upp í húsið okkar (ja eða verðandi hús öllu heldur) og kemur heim svona um kvöldmatarleytið...voða stuð. Ég er því heima allan daginn með litla kall, sinni honum og horfi svo á Grey´s anatomy á milli hhahahha. Nei svo má ég nú ekki gleyma að ég er að leita að vinnu á fullu og fer í gegnum allar nýjar færslur hjá ráðningarskrifstofunum á degi hverjum og sé hvort einhverjar spennandi vinnur hafa dottið inn. Er bara að sækja um örfáar svona af því að ég vil helst ekki fara í hvaða vinnu sem er. Vil fá bæði ögrandi og krefjandi starf, eitthvað sem ég get nýtt hæfileika mína í og get þróast í starfi.

Svo ef þið vitið um eitthvað meiriháttar starf sem er á lausu þá látið mig bara vita! Verið svo dugleg að kommenta! Koma svo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að sötra bjór á pallinum hjá þér næsta sumar ....og njóta útsýnisins ef þessi turn í smáranum verður ekki bara búin að blokkera það allt

Linda Hrönn (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Sigrún

Nei hann blokkerar ekki okkar útsýni...amk ekki mikið. Ég mun sko sannarlega bjóða þér í pottinn, bjór og belju þegar þar að kemur! Get ekki beðið!

Sigrún, 17.8.2007 kl. 09:35

3 identicon

Sæl bekkjasystir!

sá kommentið þitt hjá frúnni og varð að kíkja í heimsókn.

kemstu enn í spígat?

Guðbjörg (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Sigrún

Já þú segir það, humm hef nú ekki prufað það neitt nýlega en ég er ansi liðug skal ég segja þér hahahhahahaha.

Sigrún, 17.8.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband