Húsið, barnið og annað skemmtilegt :)

Á hverjum degi er örlítið skref stigið í áttina að fullbúnu húsi :) Það sem komið er hingað til er að grunnurinn er alveg að verða tilbúinn svo hægt sé að byrja að slá upp. Vinnuskúrinn okkar er nýmálaður bæði utan og innan. Búið að setja ný gólfefni í hann (spónaplötur), redda borðum og stólum svo hægt sé að fá sér kaffi inni í honum....leggja rör fyrir rafmagn (kaffivélin heheheh og auðvitað einhver rafmagnsverkfæri). Þannig að allt er að smella! Smiðirnir okkar eru að klára verk núna fyrir austan en telja að það klárist fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Um leið og þeir klára þar, koma þeir suður og hefja vinnu í húsinu okkar. Þeir hafa 2 mánuði til að gera það fokheld, það er samningurinn okkar á milli. Mjög spennandi !!!!!

Litli engillinn okkar er orðinn 9 mánaða! Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, þó svo að þetta sé alltaf sagt þá líður mér eins og það séu ekki nema ca 2-3 mánuðir síðan ég var upp á fæðingardeild heheheheheh. Litli kútur er mjög varkár að eðlisfari, fer sér hægt og er ekkert að drífa sig að fara af stað þ.e. skríða. Hann veltir sér ofur varlega á gólfinu og passar vel að höfuðið skelli ekki í parketið :) En hann er mjög hamingjusamt barn, hlær, skríkir og brosir næstum allan daginn! Algjör draumur, það er sko ekki hægt að kvarta yfir honum :) Hann er ekki matvandur og borðar næstum allt, já það eina sem ég hef tekið eftir að honum líkar ekki er blómkál :) Það er alveg sama þó ég blandi því við eitthvað annað, honum hryllir bara við því hehehhe. Svo ég er ekkert að þvinga það ofan í hann þar sem hann borðar allt annað grænmeti og því ætti hann ekki að fara mikið á mis við eina tegund af grænmeti :)

Nú er komið að verslunarmannahelgi, hinni miklu fylleríis helgi! Það er eiginlega hálf asnalegt að maður tengir áfengi, eiturlyf, bílferðir og árekstra við þessa helgi. Sorglegt bara! Við hin ráðsetta fjölskylda ætlum bara í sumarbústað, vera inni í hlýjunni hehehhe. Planið er að fara í langa göngutúra, skola af sér skítinn í heitum potti, borða helling af góðum mat, dreypa á fínum vínum í bæði rauðu og hvítu, spila og hafa það bara virkilega huggulegt :)

Farið varlega um verslunarmannahelgina dúllurnar mínar og sérstaklega þið sem eruð að fara á útihátíðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Já, hann er sko algjör dúlla :) Annars þyrfti ég að fara að skoða lóðina ykkar, kannski að maður fái sér bíltúr um helgina.

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 3.8.2007 kl. 08:56

2 identicon

Fór í bíltúr aftur að skoða lóðina, stutt að fara og gaman að fylgjast. Það er bara búið að merkja skúrinn Þrúðsalir 18, en flott Nágranni ykkar bara alltaf uppfrá Vonandi fara smiðirnir að mæta á svæðið Bið að heilsa Óla og Snorra Má

Ella (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband