24.júlí -Merkisdagur!

Já sá merki atburður átti sér stað í gær rétt um kl. 17 að fyrsta skóflustunga var tekin af framtíðarheimili okkar hjóna. Mikið hvað þetta var skemmtileg stund, við tókum heilan helling af myndum og meiraðsegja video þegar fyrsta skóflan var tekin. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu beint, maður finnur bæði til hamingju en líka ákveðins kvíða því þetta er vissulega stórt skref og kostnaðarsamt. Hinsvegar hefur það einhvern vegin verið þannig í lífi okkar hjónananna að hlutirnir reddast alltaf og það er eflaust það lífsmottó sem ég held að sé best að tileinka sér. Ef maður er of mikið að velta sér upp úr því hvernig hlutirnir séu erfiðir og ófáanlegir þá held ég að maður fái aldrei það sem mann virkilega langar í. Því ef maður tekur aldrei áhættu þá festist maður í hversdagsleika sem ef til vill er ekki sá sem maður hefði helst kosið.

Hugsið því um að taka áhættur annað slagið, það gæti borgað sig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Hjartanlega til hamingju með þetta  Annars sammála þér með áhætturnar, það er nauðsynlegt að stökkva ofan í djúpu laugina reglulega.....

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 13:10

2 identicon

Innilega til hamingju með skóflustunguna Ég verð að fara drífa mig að kíkja lóðina. Gangi ykkur vel

Ella (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 22:15

3 identicon

Fann þig!

Nú verðurðu að vera dugleg að skrifa og setja inn myndir af framkvæmdum og til lukku með skóflustunguna.

P.S. Frétti að þú værir í raun og veru að byggja skemmtiaðstöðu fyrir þrítugsafmælið þitt Er það satt?

Linda Hrönn (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 18:33

4 Smámynd: Sigrún

Jú jú það passar...ef allt smellur þá verður the big 3 0 haldið í húsinu okkar. Það fer bara eftir því á hvaða stigi húsið verður hvernig fötum fólk þarf að vera í hahahhahahah.

Sigrún, 3.8.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband