Persónulegt eða almennt blogg?

Ég er nú heldur slappur bloggari þykir mér. Einhvern vegin er nóg að gera svo maður finnur ekki tíma til að setjast niður og hripa niður nokkrar línur. En núna tók ég mér tíma svo njótið lesendur góðir!

Ég hef verið að íhuga hvort þetta blogg mitt eigi að snúast um mig og mína eða svona um allt og ekkert.....á eftir að sjá hvort ég skelli þessu ekki bara í eitt og hafi þetta blogg sem svona hugrenningar um allt og ekkert.

Sumir í bloggheimum virðast voða uppteknir af því að benda á það sem miður fer í okkar samfélagi, hvort sem það eru auglýsingar, fréttir, sjónvarpsþættir eða hvað annað. Mér finnst í raun ótrúlegt hvað fólk getur nöldrað um margt. Samt er þetta oft hin besta lesning því auðvitað er gaman að lesa mismunandi skoðanir fólks. Hitt er annað að margir virðast ekki getað unað því að aðrir séu með öðruvísi skoðanir en það sjálft. Það er sorglegt, því hvernig væri nú heimurinn ef allir væru sammála? Varla jafn skemmtilegur og hann er.

Af mér og mínum er það hinsvegar að frétta að litli kútur byrjar all sennilegast hjá dagmömmu í október. Húsið okkar rís hægt og rólega, komin platan og smiðirnir byrjaðir á ný við útveggina. Nú maðurinn minn elskar nýju vinnuna sína svo mikið að honum finnst næstum leiðinlegt þegar helgar koma! Ótrúlegt! En ég vona að ég eigi eftir að finna vinnu sem er svo skemmtileg heheh.

Hef ekki meira að bulla í bili....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að fólk megi skrifa nákvæmlega það sem það vill á bloggið sitt, svo framarlega sem það er ekki til að særa aðra. Öðru fólki er líka alveg frjálst að lesa það sem skrifað stendur.... sem er klárlega munurinn á því að tala við fólk. Jú, að sjálfssögðu þarf ég ekki að tala við alla sem á vegi mínum verða en það er erfiðara að stoppa fólk af með leiðinlegar sögur heldur en að fara bara yfir á aðra síðu, ef maður er að lesa leiðinlegt blogg. Ekki satt?

Gulla (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband