Slæm eða félagslynd mamma?

Ok ég er búin að fá nóg af fæðingarorlofi! Dauðlangar að fara að vinna...segi það bara alveg satt. Þori ekki að ræða þetta opinskátt við neinn þar sem mér finnst eins og ég sé eitthvað slæm mamma að nenna ekki að vera heima allan daginn með litla kútinn. Þess vegna skrifa ég þetta bara hér svo fólk geti lesið þetta heheheh. Satt að segja er ég jafnvel farin að spá í að taka mér bara einhverja þægilega vinnu svona þangað til að ég finn draumadjobbið. Ég er reyndar með nokkrar umsóknir í gangi núna og þar af eru 2 vinnur mjög spennandi svo ég sé til hvað kemur út úr þeim. Ef ég fæ ekki þau störf þá verð ég að fara að róa á önnur mið og sjá bara til hvað kemur út úr því.

En allavega þá gengur mjög vel hjá manninum mínum í nýju vinnunni....húsið okkar gengur líka ágætlega, var þar í dag að moka í hjólbörur og dreifa sandi hist og her :) Vonandi er hægt að steypa plötuna í næstu viku, en það kemur bara í ljós. Litli kútur hossast á rassinum á methraða og er með hand-æði á háu stigi...úffffff maður er bókstaflega á eftir honum út um allt á meðan hann er vakandi...kannski ekki skrítið að mann langi að fara út að vinna????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Án vafa félagslynd mamma

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 19.9.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Garún

Það hafa allir gott af því að breyta um umhverfi.  Sérstaklega manneskja eins og þú sem verður að hafa eitthvað fyrir stafni.  Hvað með að byrja á jólagjöfunum snemma....það er verðugt verkefni.,,

Garún, 21.9.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband