Faraldar

Ok vona að þetta sé rétt skrifað hjá mér þ.e. fyrirsögnin mín :) En eins og hún gefur til kynna þá hef ég lent í ákveðnum faraldri sem herjar á landann. En það ku vera hin fræga Nóro veira eða iðrasýking.....þetta heitir samt í daglegu tali bara æla og niðurgangur sko! OJ BARA! Var í vinnunni á föstudaginn og seinnipartinn fór mér að líða fremur illa, tórði samt út daginn en þegar heim var komið þá lagðist ég beint upp í sófa og skömmu síðar fór allt á versta veg og veiran náði hámarki. Nú á sunnudegi er ég rétt að hjara við en líkaminn er svo búinn á því eftir þetta að hálfa væri nóg. Ég var slæm í baki áður en núna er ég hreinlega að drepast! Tók helling af íbúfeni og vona nú til Guðs að litli kútur fari að læra að labba svo ég þurfi ekki að halda svona mikið á honum - ÚFF.

Ætla ekki að væla yfir veðrinu það er lítilræði á miða við þessa undangengna pest.

Lifið heil og forðist faralda :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Hehehehe Það er gott að þér líður betur, skvís

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Garún

Saklaust nafn samt á pestinni verð ég að segja Nóra ? Hvað er það....Kannski ætti þetta að heita Djöflapestin?

Garún, 11.2.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband