Byrjar ballið...

Já nú hefst gamanið. Flestir sem hafa farið í svona framkvæmdir segja að þeir munu aldrei gera þetta aftur....þetta sé í fyrsta og síðasta skiptið sem maður standi í svona osfrv osfrv. En um hvað snýst málið? Jú að byggja 1 stk. hús. Núna er byrjað fyrsta vesenið, einn segir eitt og annar hitt dæmið, voðalega spennandi. Á meðan eyðast peningar og tími í rugl og vitleysu. En hvað getur maður gert, nákvæmlega ekki neitt! Því ekki ræður maður yfir því hvenær lóðin er afhent svo hægt sé að hefja gröft ó nei...bö smö. En soddan er livet :) Shit happens og allt það. Eina sem skiptir virkilega miklu máli er að grunnurinn sé tilbúinn 1.ágúst en þá eru smiðirnir okkar reddí til að hefja legóbygginguna frægu :)

Að allt öðru....merkilegt hvað karlmenn eru óklárir við að gefa börnum að borða...ja amk karlmenn sem ég þekki. Einhvern vegin verður barnið svoleiðis útatað í mat að þörf er á baðferð eða hreinlega smúlun eftir verkið! Furðulegt! Erum við konurnar bara hreinlegri í þessum málum eða æfðari? Maður spyr sig.

Talandi um börn þá er ég farin að setja litla kútinn minn í háttinn.


Klukk!

Ok þetta er víst í gangi....Ég verð auðvitað að taka áskoruninni en hún er sú að ég á að skrá niður 8 staðreyndir um sjálfa mig. Here goes:

1. Borða aldrei franskar sem eru með svörtum blettum í eða eru eitthvað skemmdar (þetta fannst vini mínum furðulegt)

2. Finnst köngulær ógeðslegar en er ekki hrædd við þær, finnst bara svona vefur algjör vibbi og fæ bara kláða og ónotatilfinningu ef ég kem nálægt þessum viðbjóði JAKK!

3. Er voðalega félagslynd og hef mjög gaman af því að vera með fólki, get því sagt að ég sé ekkert svakalega hrifin af einveru.

4. Finnst voðalega gaman að fara í LANGA göngutúra og þá á ég við helst í 1 klst eða meira!

5. Hef oft byrjað að halda dagbók en svo aldrei haldið því til streitu, veit ekki af hverju.

6. Er með ömurlegan ávana að rífa á mér neglurnar á höndum og fótum :( I know alveg agalegt!

7. Ég þoli illa þegar ákvörðunum og plönum er breytt, er mikið fyrir það að vita hvernig hlutirnir eiga að vera og hvað sé í vændum, líkar illa við óvæntar breytingar. Samt hef ég voða gaman af svona ,,góðu,, surprice svona eins og í afmælisgjöfum eða öðru slíku, ég er svo flókin sko hahahhah.

8. Hef alltaf áhyggjur af fjölskyldunni minni þegar hún fer til útlanda, veit ekki af hverju í ósköpunum, eins og að fljúga sé eitthvað hræðilegt! Verð alltaf að vita þegar viðkomandi lendir því annars er ég ekki í rónni - Furðulegt!!

Steingleymdi að bæta við hverja ég klukka hahahha..ég semsé klukka hana Dagnýju, Fribbu, Guðrúnu Þorgerði sem ég frétti að læsi þetta blogg án þess að ég vissi það (skamm að kvitta þá ekki), Soffíu ef hún sér þetta blogg og svo bara alla hina sem lesa þetta bull mitt. Góða helgi!


Meiriháttar góðar fréttir!

Já var að sleppa símtólinu, en ég var að fá þær fréttir að við megum byrja að grafa fyrir húsinu okkar eftir helgina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Jiminn hvað þetta er allt spennandi :) Í gær pantaði ég efni í húsið og í dag er á plainu að redda láni til að fjármagna dæmið. Allt að gerast....bara gaman. Já svo kemur kallinn heim frá Stokkhólmi á morgun, er að vinna þar í sendiráðinu. Nú já svo var litli gutti að fá tönn nr. 3 þannig að allt er að gerast bara haehehhehe. En það verður voða næs þegar kallinin kemur heim því hann verður heima á fimmtudag og föstudag á launum - ekki slæmt :) En á næstu helgi er svo mega afmælið hennar Hildar vinkonu, hlakka mikið til þess. Fer ein bara þar sem ástkæri eiginmaðurinn minn vill vera heima með litla kútinn, enda er þetta svona fylleríis útilega.

Jæja ekki meir að frétta í bili....er svo spennt að ég er að springa hahahahha!!!!!!!!!!!!


Humm heyra veðurguðirnir í mér???

Nei smá pæling í sambandi við veðrið.....það átti að rigna í dag....núna er klukkan að ganga sex um kvöld og engin er rigningin!!!!!!! Ég er sko himinlifandi ekki misskilja mig sko....bara soldið skondnar þessar veðurspár....ég er hætt að taka mark á þeim held ég bara.

Over and out.


All good things come to an end

Já svo ég tali nú aðeins meira um veðrið, þá virðist sem hið endalausa sólskin sem sleikt hefur höfuðborgarbúa sé farið á vit feðra sinna. Núna ku rigning vera á dagskrá næstu daga...hinsvegar sá ég mér til mikillar gleði að aftur á að koma gott veður nk. mánudag og þriðjudag og þá á ég við 17° hita og sól!!!!!!!!!!! Hvað er að gerast með ,,klakann,,? Ekki kvarta ég! Svo varð úr að ég makaði strákinn minn í sólarvörn því ég sá ekki fyrir endann á blíðunni og taldi heldur ósanngjarnt fyrir hann að kúldrast inni í kerru innilokaður og í skugga. Þannig að litli kútur hefur fengið á sig slatta af sól og þar með heilan haug af D-vítamíni. Mér skilst allavega að við mannfólkið fáum það vítamín úr gula kvikindinu :)

Já að öðrum málum - fékk ekki draumadjobbið sem ég sótti um. Frekar súrt...en það hlýtur eitthvað að reka á fjörur mínar þegar haustar. Núna er bara lægð í atvinnumálunum enda fólk búið að redda sumarstarfsfólkinu og ekki farið að huga að umbreytingum vetrarins. Ég er róleg því mig langar að vera heima með guttann minn út ágúst, verð alveg að viðurkenna það. Hinsvegar er buddan mín ekkert endilega sammála þessu þar sem húsið okkar byggist ekki af sjálfu sér og hvað þá að reikningarnir séu sjálfborgandi :) Hvað það væri nú ljúft annars.......

HÖMMMMM....hef nú ekki mikið að segja held ég...ja jú fer í 30 ára afmæli næsta laugardag og líka laugardaginn þar á eftir....allir að komast á þennan aldur í mínum vinahóp. Ég er róleg þar sem allt árið þarf næstum að líða áður en ég verð að gamalli kellingu :) hahahhahahhahah.

Farið varlega í umferðinni þar sem allir eru á faraldsfæti næstu helgar...og lifið heil.


Veðrið

Já enn og aftur langar mig til að spjalla um veður. Ég hef verið að hugsa undanfarna daga þar sem veðurblíðan hefur leikið höfuðborgarbúa hvort veðrið hér á Íslandi sé að breytast. Hér áður fyrr var samasemmerki með sumri og rigningu. Eða það minnir mig amk :) allavega sáust ekki oft tveggja stafa tölur á hitamælum borgarinnar. Ég er svo himinlifandi yfir þessari breytingu og nú er loks hægt að njóta sumarsins án þess að flýgja til sólarlanda.

Annars held ég að þetta tengist allt saman hlýnun loftslags í heiminum. Núna eru til dæmis flóð í Englandi og brunar í Tyrklandi vegna þurrks. Svo við Íslendingar erum glaðir á meðan aðrar þjóðir þurfa að takast á við neikvæðari afleiðingar þessarar þróunar.

Farin út í sólina Tounge


Taka til í lífinu...

Já miklar pælingar eru í gangi hjá mér þessa dagana. Af miklu er að taka og ég veit varla hvar ég á að byrja :) Ég er að stíga upp úr fæðingarþunglyndi - amk held ég það, því ég hef verið svo niðurdregin eiginlega án þess að vita það samt. Maður finnur það þegar maður kemur ,,upp,, hversu langt niðri maður var kominn. Sem betur fer steig ég upp úr þessu rugli því ég veit ekki hvar þetta hefði endað hefði ég ekki drullað mér upp :) Nú telja eflaust margir sem þekkja mig ekki vel að ég sé einhver þunglyndissjúklingur sem ekki mark sé takandi á. Það er rangt! Því margir myndu aldrei segja að ég hafi verið þunglynd undanfarnar vikur eða mánuði, langt í frá. En þar sem enginn þekkir mann sjálfan eins vel og maður sjálfur þá veit ég að ég hef oft verið ,,léttari,, í lund en ég hef verið. Nóg um það.....núna er skemmtilegur tími framundan, við erum að fara að byggja, ég að fara í nýja vinnu (verður spennandi að sjá hvar ég enda), guttinn að byrja hjá dagmömmu osfrv osfrv. Einnig er tími til kominn að taka til á fleiri stöðum!

Já núna er mál að linni, kellan orðin að fjalli AGAIN! eftir að hafa lést um heilan haug þá bætti gellan um betur á meðgöngunni og náði öllu á sig aftur og ögn meir í þokkabót Frown Þetta gengur auðvitað ekki lengur og nú mun hefjast nýr lífsstíll, engir helvítis kúrar, plön eða e-h fólk sem er hamrandi á manni...núna verður það bara me and myself and I sem mun sigra fitupúkann! Vonandi tekst mér það bara og ekkert ves. Sjáum til.

Svo er líka annað, mig dauðlangar að taka íbúðina okkar í gegn, bara fara í alla skápa og sjá eiginlega hvað við eigum hahahahha hljómar soldið furðulega. Hver kannast ekki við það að vera með hluti eins og skenk, stóran fataskáp og skáp fyrir ofan ísskápinn sem einhvern vegin safna dóti sem maður vill ekki henda en notar ALDREI. Þetta eru einmitt hlutir sem maður veit ekkert um eiginlega því maður fer aldrei í þessar blessuðu hirslur til að tékka á stöðunni. Allavega þá er allsherjar tiltekt á öllum sviðum á planinu hjá mér......vona að ég geti virkjað kallinn í þessari hugsun minni.

Kveðja ofvirka gellan sem ætlar að sigra sjálfa sig og heiminn :)


Atvinnuleit

Jiminn góður hvað mér finnst leiðinlegt að leita mér að vinnu, held satt að segja að það sé með því leiðinlegra sem til er í lífinu. Ástæðan? Jú það að fylla út þessa endalausu lista á heimasíðum ráðningarþjónusta um hvað maður hefur lært osfrv. Vildi óska þess að það væri bara hægt að senda ferilskránna sína með tölvupósti eða í gegnum forrit hjá þeim og punktur búið! Ekki fylla út allt draslið og svo senda ferilskrá líka - fáránlegt!

Vissulega er þetta nú hagræðing fyrir sjálfar ráðningarstofurnar því þær fá þarna upplýsingar strax á tölvutæku formi og gerir það þeim auðveldara fyrir að vinsa úr umsækjendum fyrir tiltekin störf. Æji þetta er bara að fara í taugarnar á mér þessa dagana hahahhah...etv er ég að nota þetta blessaða blogg sem svona röfl dæmi - hvur veit. Þeir sem hafa þá ekki áhuga á að lesa væl, vol, kvart og kvein geta þá bara farið yfir á bloggið hennar Ellýar Ármanns eða annarra sem eru með eitthvað meira krassandi í boði :)

Litli gaurinn minn hefur verið veikur undanfarið, ekkert alvarlegt bara kvefpest - samt nóg til að við foreldrarnir séum komin hálfa leið inn á Klepp, ótrúlegt hvað svona frávik gera lífið erfitt. En hann er allur að lagast og ég líka þ.e. geðheilsan hehhehehehehehehhehehe.

Í dag er svo mömmuklúbbur - alltaf stuð þar á bæ.....eftir það tekur við ungbarnasund - æðislega gaman, ja nema í dag verð ég ein með gaurinn og það er ekki alveg jafn gaman þar sem kallinn minn er ómetanlegur stuðningur á þeim stundum....svo í kvöld verður þreytt mamma sem skríður inn um hurðina heima hjá sér...en jafnframt endurnærð eftir mömmuklúbbinn og sundleikfimina :) Já hey man líka eftir öðru....ekki allt búið enn.....mamman þarf að fara á fund í kvöld líka!!!! OK á semsé eftir að sofna um leið og ég leggst á koddann seint í kvöld!

Hætt að kvarta í bili - góðar stundir!


Ástæða heyrnarleysis?

Ég held að fólk sem á börn þjáist frekar úr heyrnarleysi þegar líður á ævina. Ástæðan?? Jú sjáið þið til, þegar börnin eru lítil þá ,,þjálfa,, þau röddina með því að reka upp þessa líka hroðalegu píkuskræki að eyrun á manni hreinlega titra! Svo hástemmdur er nú minn gaur að ég hef fengið höfuðverk eftir nokkrar rokur yfir daginn :(  Nú jæja, svo þegar litlu krílin fara nú að eldast þá mætir leikfangahersingin með sitt hafurtask og að sjálfsögðu eru skemmtilegustu græjurnar þær sem heyrist mest í. Upphefst nú tímabil þar sem mis hávær hljóð berast um húsið, en fullorðnafólkinu til happs að þá fer litli einstaklingurinn af heimilinu smá tíma dags (leikskóli/dagmamma) og því tapast ekki öll heyrn á þessu tímabili. Jæja...nú líður all langur tími....koma því unglingsárin næst með tilheyrandi hurðarskellum og ,,þú skilur mig ekki,, tímabili - Þannig að hvöss hljóð berast einstaka sinnum (oftar hjá sumum börnum en sjaldnar hjá hinum) svona til að toppa það að fullorðna fólkið sem þegar er búið að tapa slatta af heyrninni í gegnum árin að það þurfi pottþétt að fá heyrnartæki þegar á sextugsaldurinn er komið.

Nú ef þið lesendur góðir eignist svo fleiri en einn gullmola þá einfaldlega styttist sá tími sem þið þurfið að fá ykkur heyrnartæki :)

Kveðja frá móðurinni með eyrun sem titra nú í hávaðanum Crying


Vörutorg

Jiminn eini hvað ég þoli ekki þetta sjónvarpsefni. Tek það fram að ég er heimavinnandi og horfi á morgnana á sjónvarpið. Það sem ég er að glápa á er Beverly hills 90210 svona til að upplifa unglingsárin :) og Rachel Ray því ég hef lúmskt gaman af þessari ofvirku og háværu skvettu :) Allavega, þegar þessir þættir mínir eru búnir þá hefst hið margrómaða Vörutorg. Ég svissa nú yfirleitt fljótt um stöð en þegar þetta var nýbyrjað þá auðvitað horfði ég á til að svala forvitni minni. Þessi setning ,,kannist þig ekki við það,, fer orðið svo óstjórnlega í taugarnar á mér að hálfa væri nóg! Svo skil ég ekki af hverju það þarf að endurtaka hlutina 100 sinnum, ég fattaði alveg að helv. tækið sem verið er að selja þjálfar alla vöðva líkamans á sama tíma KRÆST!!!! Málið er að ég næ stundum ekki að skipta um stöð áður en þessi snilldar þáttur hefst því ég er að setja guttann minn út í vagn á þessum tíma. Svo þegar ég er að klæða litla kútinn þá heyri ég í blessðum manninum að tyggja ofan í áhorfendur gæði þess að eiga rándýran brauðkassa sem tekur hálft eldhúsið bara af því að hann loftæmir og því á brauðið bara að vera eins og nýtt forever! COME ON! Já eða þá súkkulaðigosbrunnurinn, algjört möst í partý! Shit ef það þarf e-h gosbrunn til að gera partýið gott þá þekkir þú ekki rétta fólkið hehehehehehehhehehehe. 

Ok grumpy ég er hætt í bili....annars á ég mikið inni í röfli ef þessi þáttur kemur til tals aftur. Hhahahahhahahahha.

Góða helgi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband