27.6.2008 | 23:27
Taka til....
Undanfarnar vikur hef ég verið að taka til. Ekki í þeim skilningi að ég sé að þrífa á fullu heima hjá mér, heldur hef ég verið að taka til í sálarlífinu. Nú byrja eflaust þeir sem þekkja mig ekki vel, að hugsa hvað sé nú eiginlega að henni. Af hverju er hún að hugsa svona, er hún búin að fara inn á geðdeild, er hún þunglynd, eitthvað meira ?????? Þið getið nú andað rólega kæru blogglesendur því ég er engan vegin svona ,,spennandi,, :)
Það sem hefur vakið áhuga minn er þessi hugsun að ef fólk ákveður að taka soldið til hjá sér, að þá sé eitthvað meiriháttar að. Ég tel það hljóti að vera styrkur mannsins að vilja endurskoða líf sitt, líta yfir farinn veg, hvað er verið að gera vel/illa, hvað vill maður breyta, hvað er vel gert osfrv.
Oft hef ég staðið sjálfa mig að því að hugsa um fólk sem fer eða hefur farið til sálfræðings sem einhverjar ,,minni,, manneskjur fyrir vikið. Þarna sé á ferðinni fólk sem er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfum sér og þarf aðstoð við lífið. Í seinni tíð hef ég sem betur fer þroskast og vitkast :) Fólk sem fer til sálfræðings, styrkir sig og bætir er pottþétt betur statt en þeir sem húka út í horni með sína vanmáttarkennd og volæði. Oft þarf einhvern hlutlausan aðila til að sýna manni nýjar hliðar á ákveðnum málefnum, einhvern sem hefur enga hagsmuna að gæta og getur sagt hlutina eins og þeir eru.
Fordómar spretta af fáfræði, ég er að vinna í mínum, sjáum hvað þið haldið um mig núna :)
Athugasemdir
Þetta er þrítugsaldurinn vænan held að margir ganga í gegnum einhvers konar sálarskoðun við stór tímamót í lífi sínu..... og það eru ansi mörg tímamót hjá þér þessa dagana
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.