24.2.2008 | 23:04
Ekki dagbók
Hef ákveðið að hafa netið ekki sem matardagbók....hef gert það áður með góðum árangri en ég bara nenni því ekki núna hehehehhehe. Ætla frekar að skrifa hér um þanka mína og líðan, held að það sé alveg jafn gott.
Í dag líður mér bara vel, helgin er að klárast og ný vika að hefjast. Húsið okkar gengur vel og ég hlakka mikið til að flytja í það :) Ætla að halda áfram að borða hollt á virkum dögum en leyfa mér eitthvað um helgar. Fór ekki í ræktina um helgina eins og ég var búin að plana, bara gafst ekki tími vegna hluta sem ég var búin að gleyma að ég þyrfti að eyða tíma í :) En ég held mér fast við 2x í viku...batnandi mönnum er víst best að lifa :)
Heyrumst síðar...
Athugasemdir
Einmitt. Passaðu bara að ofkeyra þig ekki. Hef lent í því nokkrum sinnum að taka líkamsræktina með trukki og síðan gefist upp. Á nokkur ónotuð kort hér í skattholinu....:)=
Garún, 25.2.2008 kl. 00:18
Ég rúntaði framhjá húsinu þínu í gær, rosa flott
Fribba (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.