Undirbúningur hafinn...

Já nú er allt reddí, búin að kaupa mér sódavatn til að taka með í vinnuna ásamt því að byrgja mig upp af leyfilegu góðgæti. Það sem ég á við er léttpopp, hnetur, ávextir og svoleiðis gotterí til að narta í ef nammilöngun verður ógurleg fyrstu dagana heheheh. Allavega finn ég núna að ég er tilbúin í þetta og er bara hálf fegin að hafa fengið þessa uppljómun sem ég fékk þarna um daginn er ég stóð við þvottasnúruna með risa stórar buxur sem ég trúði ekki að pössuðu á mig. Ég vissi vel að þær smellpössuðu á mig því ég hafði verið í þeim tveimur dögum fyrr! Ekki veit ég af hverju þetta augnablik varð svona mikilvægt fyrir mig en greinilega hafði það mikið að segja þar sem ég hef tekið þessa ákvörðun um betra líf.

Lífið hefst á ný á morgun....heyrumst þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, maður fyllist allur eldmóði við að lesa þetta. Óska þér allshins besta og mundu að hugsa eitthvað jákvætt um þig á hverjum degi. Það gengur allt svo miklu betur af maður fóðrar sjálfstraustið aðeins....

Gulla (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Já, þú ert greinilega tilbúin....og þetta verður gott líf

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 18.2.2008 kl. 15:04

3 identicon

Gangi þér vel skvís, mig vantar ekki hugljómunina heldur framkvæmdina

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:50

4 identicon

Frábært hjá þér!! Þú verður bara að hafa hittingana okkar sem nammidag eða að við förum að breyta aðeins því sem er á boðstólnum;)

Gangi þér rosa vel!!!!:)

Hrönn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband