Spriklið

Jæja ég hef hugsað þetta mikið...og hef tekið þá ákvörðun að æfa 3x í viku. Á morgnana á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Held að það sé fínt til að byrja með. Sé svo bara til hvort ég vilji fjölga eða fækka skiptunum. Samt vil ég eindregið reyna að ná að fara 3x í viku. Finnst það eiginlega lágmark.

Á mánudaginn mun ég líka hætta að borða sælgæti/snakk/bakkelsi/skyndibita á virkum dögum og halda bara 1 nammidag í viku.

Hyggst svo blogga á hverjum degi, eða nánast því til að hafa gott aðhald á mér :)

Hlakka til að byrja....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú passar þá bara að hafa nammidaginn alltaf þegar eru sundhittingar  

Fribba (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 13:20

2 identicon

Heii skvísa, djö ertu búin að vera dugleg að blogga! Frábært hjá þér að fara að taka á því, ég er að hita mig upp og stefni á að fara að gera þetta af alvöru!  Ætlaði í ræktina hérna í morgun með vinkonu minni og var alveg komin í gírinn en svo frestaðist það..  djö...

Þú rúllar þessu upp, hefur gert það áður og getur það núna líka

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Nákvæmlega Fribba!!

Annars segi ég bara gangi þér vel

Dagný Kristinsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband