Barátta eða lífsstíll

Já eftir að hafa tæmt líkamann gersamlega af öllu matarkyns fann ég löngun til að fara aftur í ræktina. Frekar undarleg tímasetning og eflaust myndu einhverjir halda að þetta væri nett átröskunarpæling. Hins vegar vita þeir sem mig þekkja að ég hef nú töluvert magn af aukakílóum á mér sem virkilega þarf að fækka. Mér hefur tekist að ná af mér heilum haug sem reyndar hefur komið allur aftur með einni meðgöngu og fæðingu.

Nú er svo komið að ég er aftur á sama stað og ég var fyrir nokkrum árum þegar ég var ,,þyngst,,. Voða gaman eða þannig, en þetta er barátta, ég veit það vel því ég hef staðið í þessu frá því ég var unglingur. Ég ef mikið velt fyrir mér ástæðu þessa að ég varð svona feit og sem betur fer tel ég mig vita það og því stend ég betur að vígi en margir aðrir. Það sem ég tel að þurfi að gerast svo ég nái árangri er:

1. Skrifa niður hvað ég borða á hverjum degi - veitir gott aðhald og þá sér maður svart á hvítu hvað maður er að setja ofan í sig.

2. Fara í ræktina lágmark 3x í viku. Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil áhrif á sálarlífið til hins betra og ef manni líður vel andlega þá gengur allt betur - á öllum sviðum!

3. Hafa nammidag 1x í viku, hef gert það áður og það svínvirkar fyrir mig.

Hvað er þá til fyrirstöðu að byrja? Afsakanir!!!!!!! En ég get auðveldlega framfylgt nr. 1 og 2 en það kostar jú pening að fara í ræktina og við erum að byggja og reyna að spara allan pening svo ég þarf eitthvað að spá í þau málin. Vissulega er ekkert mikilvægara en heilsan og það hlýtur að vera hægt að hliðra eitthvað til í öðrum málum svo smá aur geti safnast saman fyrir líkamsræktarkorti....sjáum til.

Veit ekki hvort ég geri þetta blogg að átaksbloggi eða hvort ég stofni nýtt......ja eða hvort ég geri þetta nokkuð ,,opinberlega,, ....á eftir að ákveða það. Hinsvegar eru þetta mínir þankar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

You go girl  Þú hefur gert þetta einu sinni og getur gert þetta aftur...

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 13.2.2008 kl. 10:42

2 identicon

Göngutúr kostar ekki neitt og ég býð fram félagsskap hvenær sem er;)

Linda (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

En "gleymirðu" ekki að skrifa niður þá daga sem saumaklúbbur er... ég myndi gera það

Dagný Kristinsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Garún

Gerðu eins og ég....saumaðu fyrir kjaftinn á þér í tvær vikur!!! Svínvirkar alveg hahaha

Garún, 13.2.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Sigrún

Já veistu Garún mín ég hef nú reynslu af því að hafa kjaftinn fastan saman en ég fór í kjálkaaðgerð fyrir nokkrum árum og var föst saman á tönnunum í 4 vikur að mig minnir og missti einhver 10 kg á þeim tíma! Hinsvegar þarf ég nú að taka mun fleiri en 10 af mér því miður og þetta er ekki rétta leiðin til að gera það heheheh.

Sigrún, 13.2.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Garún

Nákvæmlega....eina sem virkar og coma

Garún, 14.2.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband