5.1.2008 | 22:02
Gleðilegt nýtt ár!
Jamm nýtt ár gengið í garð, ótrúlegt en satt! Margt gerst á árinu en enn meira mun gerast á þessu ári! Ég er sannfærð um að þetta ár 2008 verði frábært! Við munum flytja inn í flotta húsið okkar sem er alveg að verða fokhelt núna....ég er aftur farin að vinna á gamla staðnum mínum og fékk feita kauphækkun og fríðindi -sem er geggjað. Ég mun nú samt áfram leita að vinnu sem tengist menntuninni minni.
Nú litli kúturinn minn mun verða 2 ára á þessu herrans ári og væntanlega fer hann þá að tala sem ég hlakka geðveikt til að heyra - reyndar er hann nú farinn að segja nokkur orð eins og mamma, amma og datt. Hin orðin eru frekar bjöguð en ég veit svosem hvað hann er að meina þegar hann er að blaðra eitthvað :)
Við fjölskyldan förum í fyrstu utanlandsferðina okkar saman þ.e. við þrjú - reyndar förum við með mömmu minni og pabba þannig að stórfjölskyldan fer, ætti maður að segja heheh.
Nokkur börn eru væntanleg í heiminn á þessu ári sem er alltaf gaman....og á þeim nótum óska ég einni vinkonu innilega til hamingju með drenginn sem fæddist 29. des...til hamingju Guðrún og Loftur!
Ég fer full bjartsýni inn í þetta ár og vona að þið öll gerið það líka :)
Athugasemdir
Úúú nokkur börn væntanleg, er eitthvað sem þú vilt segja okkur hahahaha
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 8.1.2008 kl. 00:12
Sæl frænka,
Gleðilegt nýtt ár og megi það færa þér og þínum helling af gleði, góðri heilsu, fjöri og hamingju. Svo vil ég líka óska þér til hamingju með nýliðinn afmælisdag - mér finnst svo stutt síðan þú komst í heiminn´. Bið að heilsa foreldrum þínum og eigið þið öll góða ferð þegar þið farið til útlanda....sem og alltaf.
Bestu kveðjur,
Sólveig frænka.
Sólveig frænka (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:21
Kærar þakkir fyrir hamingjuóskirnar:) Hann er æðislegur..
Guðrún Þorgerður (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.