Þá og nú

Desembermánuður leið afskaplega hægt þegar ég var barn. Þessi mánuður var af einhverjum ástæðum sérstaklega lengri að líða en aðrir. Vissulega hafði dagsetningin 24. desember mikil áhrif þá. Í dag er þessu öfugt farið desember líður hraðar en allir mánuðirnir hinir til samans! Það sem gerist við að eignast heimili og fjölskyldu er að desembermánuður hreinlega flýgur frá manni! ÚFF segi ég nú bara. Með því að skella einni húsbyggingu í dæmið þá má gera ráð fyrir því að nær ekkert gerist sem tengist desember :)

Nöldur dagsins er því þetta...

-ég er ekki enn komin með neina jólaséríu í glugga, sem telst til tíðinda hjá jólabarninu mér!

-Aðventukransinn kom upp á öðrum í aðventu! Kveikti semsé í 2 kertum í einu - stuð!

-Náði nú að baka eina sort af smákökum - bömmerinn er sá að hún er búin!

-Það á eftir að skrifa jólakortin, kaupa frímerkin, senda osfrv.

-Það á eftir að kaupa helling af jólagjöfum

-það á eftir að redda dressi fyrir jólaboð sem er ekki á morgun heldur hinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

-Til að kóróna málið voru smiðirnir að hringja og ég þarf að fara út í Byko - ekkert jóló við það!

Hætt í bili...heyrumst í næsta stresskasti....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svipað ástand, eiginlega bara verra ef eitthvað er, hérna í Goðheimunum. En mig grunar að jólin renni samt sem áður upp, jafn ljúf og góð og alltaf. Er farin að hlakka dálítið til.

Gulla (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Oh já, ég er sammála þér Gulla ..ég hlakka þvílíkt mikið til. Þetta verða yndislegir dagar.

En hvað varðar nöldrið :) Sigrún mín, þá held ég að sé best að taka desember með hæfilegu kæruleysi. Það drepur engan ef jólaserían fer ekki upp fyrr en 3. janúar og það verður gaman að versla síðustu jólagjafirnar í stresskasti tveimur dögum fyrir jól

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Garún

Alveg sammála Sigrún.  Mér finnst ekki tímabært að halda jólin eftir nokkra daga, er bara ekki tilbúin.  Skrítið ég er jólabarn 7000 en núna held ég að ég verði það ekki.  Er líka á leiðinni útí Byko og sammála...lítið jólalegt við það

Garún, 13.12.2007 kl. 10:56

4 identicon

Til hamingju með daginn!

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband