6.12.2007 | 13:20
Nöldur
Fór að hugsa um þessa umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum og bloggheimum um femínista og þá sem eru greinilega orðnir þreyttir á þeim. Hvað er málið? Er netið orðið vettvangur til að nöldra bara? Ég er ekkert betri tek það fram hér með, ég nöldra út í eitt því ég tel betra að gera það hér heldur en að láta það bitna á fjölskyldumeðlimum :)
Hitt er annað, er ekki í lagi að fólk tjái sig á netinu eða í fjölmiðlum? Vissulega þarf að gæta velsæmis og brjóta ekki lög með því að hafa uppi ærumeiðandi ummæli um einstaklinga. Má þá ekki hver sem er tjá sínar skoðanir?
Æji mér hefur fundist þetta eitthvað svo barnalegt að vera að nöldra og röfla um hvað femínistar eru pirrandi og blablabla. Hverjum er ekki drullusama! Ef femínistum langar til að stofna fréttavef á netinu eða hvað það nú var sem þær voru að stofna, af hverju er það ekki bara allt í gúddí?? Maður spyr sig.
Hvað finnst ykkur annars??
Athugasemdir
Það er vissulega málfrelsi á Íslandi en fólk virðist samt stundum gleyma því að þrátt fyrir málfrelsi þá er nauðsynlegt að virða lög og reglur. Ef fólk vill nöldra á bloggsíðum, gott og vel en mér finnst of langt gengið þegar fólk er beinlínis með ofbeldishótanir.....hvort sem þær eru settar fram í gríni eður ei, af raunverulegum persónum eða ekki.
Mér finnst bara skuggalegt hvernig virðing fyrir öðrum virðist fara halloka á sumum bloggsíðum og fólk leyfir sér að segja nánast hvað sem er.
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 11.12.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.