1.12.2007 | 22:01
Mig langar til þess
Ég ákvað þegar ég stofnaði þetta blogg að ég myndi aldrei skrifa hér inn nema að mig langaði til þess. Ekki af einhverri skyldurækni eða félagslegs taumhalds sem oft á tíðum virðist hrjá bloggara. Þá á ég við eins konar skyldurækni gagnvart öðrum bloggurum um að blogga daglega. Allavega nóg um það, mig langar semsé núna að skrifa eitthvað.
Á daga mína hefur drifið ýmislegt undanfarið, þar má telja nokkuð margar sendiferðir sem ég hef snattast í kring um smiðina okkar, sótt um nokkuð margar vinnur, fengið nokkur viðtöl, fengið enn fleiri neitunarbréf um vinnur.....og eflaust hellingur annar sem ég man ekki eða nenni ekki að skrifa um.
Var að íhuga um daginn hvort það væri jafngildi holdsveiki að vera í atvinnuleit eftir fæðingarorlof. Satt að segja skil ég þetta ekki því ég hef aldrei verið án vinnu í lengri tíma, ég hef góða menntun, fína starfsreynslu og frábær meðmæli frá fleiri en einum atvinnurekanda. Hvað er þá málið spyr ég??? Ekki er ég að sækja um störf þar sem ég uppfylli ekki kröfur viðkomandi, svo hvað er í gangi? Spurning hvort mastersfólkið sé að taka djobbin sem ég sækji um þar sem krafist er háskólamenntunar og svo þar sem ég sæki um störf þar sem þeirrar menntunar er ekki krafist að þá fæ ég ekki starfið því ég er of mikið menntuð. Það allra síðasta væri að ég fengi ekki störfin því ég á lítið barn (sem er nú ekki svo lítið orðið 1 árs).
Allavega þá er ég ekki komin með vinnu eins og má kannski lesa úr þessum skrifum, hinsvegar sótti ég um eitt starf sem tengist kvikmyndaiðnaði/skemmtanaiðnaðinum sem mig dauðlangar í! Held að það væri meiriháttar fjölbreytt og skemmtilegt. Sjáum hvað gerist með það.
Húsið okkar rís hægt en örugglega, gerum ráð fyrir að það verði fokhelt eftir ca 2-3 vikur. Það verður gaman :) Litli kútur hefur verið veikur undanfarinn mánuð, hefur fengið 4 eyrnabólgur á rúmum mánuði! Erum komin með fastan barnalækni sem ætlar að sjá um kauða. Í kvöld var svo stuð hér eða þannig þar sem litli vaknaði búinn að æla yfir allt rúmið sitt - gaman! Sem betur fer á ég eiginmann sem vann á skemmtistað hér í bæ og er þrælvanur að þrífa svona dæmi, ég meika að þrífa allt nema ælur - meika það ekki! JÖKK.
Langur póstur en samt skrifaður því mig langaði til þess :)
Athugasemdir
Gaman að sjá færslu frá þér
Vona að þú farir að fá vinnu, þú ert mergjaður starfskraftur!
Snjókveðjur frá Egils
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 17:04
Einhver sagði við mig að "góðir hlutir gerast hægt"....algjörlega óþolandi setning...ég svara alltaf "ok já en ásættanlegir hlutir gerast hraðar".
ég veit hvernig þér líður....
Garún, 4.12.2007 kl. 10:33
Skemmtileg færsla
Já, þetta er skrýtið með vinnuna en þú veist hverju ég trúi.....rétta vinnan er þarna úti og þegar þú færð hana loksins verðurðu himinlifandi að þú beiðst eftir henni. Sammála Garún, góðir hlutir gerast hægt heheheh
Annars, í ljósi umræðu okkar í dag þá finnst mér að við ættum að skella okkur á djammið og þú getur drukkið frá þér veikindi Snorra litla, skortinn á vinnu og annað leiðinlegt buahahahahahaha Reyndar verða þessir hlutir til staðar þegar þú vaknar daginn eftir plús timburmenn but hey you only live once
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:01
Alveg búin að sjá það á skrifum þínum undanfarið Svana mín að þér sárvantar drykkjufélaga! Spurning eftir hverju þú ert að leita með því að skella þér á djammið?
Sigrún, 6.12.2007 kl. 13:13
Bíddu, fer fólk ekki á djammið til að skemmta sér eða??? Er einhver önnur ástæða fyrir því að þú ferð á djammið?
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 7.12.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.