Köld slóð

Var að klára að horfa á myndina Köld slóð, verð að segja að hér er á ferðinni frábær mynd! Nú hef ég ekki séð Mýrina til að bera saman en þessi mynd er ótrúlega góð íslensk mynd. Satt að segja hafa gæði íslenskra mynda aukist að mér finnst til muna undanfarin ár en það er jú bara mín skoðun. Hér áður fyrr hafði maður alltaf ákveðinn vara á sér ef um íslenska mynd var að ræða, eins og maður gerði nú ekki neinar meiriháttar kröfur. Eftir því sem árin líða þá hafa kröfurnar aukist og gæðin einnig!

Nenni ekki að rausa eitthvað meir heldur hvet ég alla lesendur til að sjá myndina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég var að vinna við þessa mynd og ég get sagt þér að mórallinn á settinu og að vera í þrjá mánuði á þessum stöðum var æðislegt.  Bjössi leikstjóri var líka svo fyndin og skemmtilegur.  Það er gott að fá sönnun þess að ef að þeir sem eru að gera hlutina líður vel þá er útkoman góð....ég er líka ánægð með þessa mynd.   Takk fyrir að mæla með henni...

Garún, 19.10.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband