Hugleiðingar

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég þjáist af þunglyndi eða hvort ég sé bara meiriháttar löt! Já etv skrítin pæling en samt. Mig langar innilega að heimilið mitt sé súper hreint og alltaf vel til haft. Samt virðist vera sem ég fái mig ekki til að þrífa eða gera neitt til að koma þessu í það horf sem ég vil að það sé í. Orkuleysi, framtaksleysi og aðrar skuldbindingar virðast alltaf koma framfyrir þetta mikilvæga verkefni mitt. Ein hugsun hjá mér um daginn var sú að af þvi að ég er í tilteknu stjörnumerki þá væri mér það bara ómögulegt að díla við allt í einu...ég er svona persóna sem vill frekar gera eitt í einu og gera það vel. Hinsvegar má ekki misskiljast að ég geti ekki fengist við mörg verkefni í einu, alls ekki, ég þarf bara alltaf að afgreiða hlutina í réttri röð einhvern vegin.

Eitt er víst að ég fékk fæðingarþunglyndi, ég sé það bara núna þegar ég lít til baka. Það eina sem hægt er að gera í því er að hugsa um daginn í dag...það sem er liðið er jú liðið :)

Ekki veit ég í hvaða átt þessi umræða átti að fara, en akkúrat núna þarf að þrífa föt af syninum en ég er auðvitað ein heima með hann og hann er á skæruliðaskeiðinu þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann á meðan ég set í þvottavél hehehehehehe. Gæti svosem hent honum í rúmið sitt með fullt af dóti - jamm það er lendingin :)

Annars fékk litli í eyrun og því hafa undanfarnir dagar tekið mikið á heimilsfólkið enda hrikalegt að finna svona vanmáttarkennd. Hlusta á barnið sitt gráta sáran og vita ekkert hvað er að er það hræðilegasta í heimi held ég bara!

Að lokum veit ég það að þegar litli byrjar hjá dagmömmunni aftur eftir veikindin þá hressist ég í leiðinni :) hljómar heldur illa, en ég tel að það sé hollt að fá smá frí frá litlum krílum. Tel að foreldrar þurfi það bara í nútímasamfélagi. Dæmi hver fyrir sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Þú þarft bara að drífa þig í vinnu, Sigrún mín. Hvort sem það er draumavinnan eða einhver önnur, sem þú sættir þig við þar til þú finnur eitthvað betra. Um leið og þú ert komin út á vinnumarkaðinn og hefur samskipti við fullorðna einstaklinga ;) þá líður þér mun betur.

Það er eðlilegt að þurfa meiri félagsskap en þú færð frá nánast eins árs prinsi

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 09:08

2 identicon

Maður þarf bara einmitt stundum að fá pásu fyrir sjálfan sig til að hlaða batterýin!  maður elskar litlu villidýrin ekkert minna, bara meira ef eitthvað er..  ef mamman er ánægð eru allir ánægðir, ræt? 

Og ég er farin að gera lista ef ég ætla að klára eitthvað.. maður veður úr einu í annað og sér alltaf eitthvað sem átti að gera líka og það endar með því að EKKERT klárast.. amk hjá mér..

...svo suma daga verður maður bara þreyttur og hundleiður á þessu endalausa þvotta-tiltektarveseni og þá er líka ágætt að gera bara ekki baun

Hafðu það gott krútta

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband