7.9.2007 | 13:51
Bílahugleiðingar
Ok við hjónin höfum aðeins verið að skoða bíla undanfarna daga þar sem skrjóðurinn okkar er að hrynja í sundur :) Sem týpískir foreldrar,erum við að skoða station bíla og höfum séð eina týpu sem okkur lýst vel á. Þar sem við höfum nú alla tíð keypt notaða bíla þá fórum við á stjá og skoðuðum verðin. Okkur til mikillar furðu þá eru bílar sem eru ca. 1-3 ára gamlir á nánast sama verði og nýr bíll!!! Ég ákvað að spyrja hvernig á þessu stæði þegar við vorum stödd í umboðinu og þá var mér tjáð að þessir bílar héldu sér bara svona vel í verði. Það skýrir eflaust líka þá staðreynd að ekki eru margir svona bílar á bílasölunum :)
Annars er litli kútur að byrja hjá dagmömmunni á mánudaginn, maðurinn minn að byrja í nýrri vinnu...og ég enn í atvinnuleit...mega stuð!
Over and out.
Athugasemdir
Breytingar, breytingar og aftur breytingar
Til hamingju með nýja bílinn
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 13.9.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.