25.6.2007 | 10:08
Taka til í lífinu...
Já miklar pælingar eru í gangi hjá mér þessa dagana. Af miklu er að taka og ég veit varla hvar ég á að byrja :) Ég er að stíga upp úr fæðingarþunglyndi - amk held ég það, því ég hef verið svo niðurdregin eiginlega án þess að vita það samt. Maður finnur það þegar maður kemur ,,upp,, hversu langt niðri maður var kominn. Sem betur fer steig ég upp úr þessu rugli því ég veit ekki hvar þetta hefði endað hefði ég ekki drullað mér upp :) Nú telja eflaust margir sem þekkja mig ekki vel að ég sé einhver þunglyndissjúklingur sem ekki mark sé takandi á. Það er rangt! Því margir myndu aldrei segja að ég hafi verið þunglynd undanfarnar vikur eða mánuði, langt í frá. En þar sem enginn þekkir mann sjálfan eins vel og maður sjálfur þá veit ég að ég hef oft verið ,,léttari,, í lund en ég hef verið. Nóg um það.....núna er skemmtilegur tími framundan, við erum að fara að byggja, ég að fara í nýja vinnu (verður spennandi að sjá hvar ég enda), guttinn að byrja hjá dagmömmu osfrv osfrv. Einnig er tími til kominn að taka til á fleiri stöðum!
Já núna er mál að linni, kellan orðin að fjalli AGAIN! eftir að hafa lést um heilan haug þá bætti gellan um betur á meðgöngunni og náði öllu á sig aftur og ögn meir í þokkabót Þetta gengur auðvitað ekki lengur og nú mun hefjast nýr lífsstíll, engir helvítis kúrar, plön eða e-h fólk sem er hamrandi á manni...núna verður það bara me and myself and I sem mun sigra fitupúkann! Vonandi tekst mér það bara og ekkert ves. Sjáum til.
Svo er líka annað, mig dauðlangar að taka íbúðina okkar í gegn, bara fara í alla skápa og sjá eiginlega hvað við eigum hahahahha hljómar soldið furðulega. Hver kannast ekki við það að vera með hluti eins og skenk, stóran fataskáp og skáp fyrir ofan ísskápinn sem einhvern vegin safna dóti sem maður vill ekki henda en notar ALDREI. Þetta eru einmitt hlutir sem maður veit ekkert um eiginlega því maður fer aldrei í þessar blessuðu hirslur til að tékka á stöðunni. Allavega þá er allsherjar tiltekt á öllum sviðum á planinu hjá mér......vona að ég geti virkjað kallinn í þessari hugsun minni.
Kveðja ofvirka gellan sem ætlar að sigra sjálfa sig og heiminn :)
Athugasemdir
Auðvitað tekst þér það Sigrún, hafðu bara trú á sjálfri þér Kannast við að vera með alls kyns hluti sem maður veit ekki af í skápunum. Tók til í eldhússkápunum mínum um daginn og fann þrjár eldhúsvogir.....þrjár. Ekki það að ég noti eldhúsvogir það oft
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 25.6.2007 kl. 19:20
Ég er einmitt alltaf að hugsa um þessa blessuðu hirslur og hef ákveðið að ef ég hef ekki enn náð að taka upp úr öllum kössunum í geymslunni að ári þá ætla ég að henda þeim og hana nú, það er jú annað eins sem maður viðar að sér af nýju drasli og enginn veit hvar neitt er.
Elsí Rós (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.