5.6.2007 | 08:41
Ástæða heyrnarleysis?
Ég held að fólk sem á börn þjáist frekar úr heyrnarleysi þegar líður á ævina. Ástæðan?? Jú sjáið þið til, þegar börnin eru lítil þá ,,þjálfa,, þau röddina með því að reka upp þessa líka hroðalegu píkuskræki að eyrun á manni hreinlega titra! Svo hástemmdur er nú minn gaur að ég hef fengið höfuðverk eftir nokkrar rokur yfir daginn :( Nú jæja, svo þegar litlu krílin fara nú að eldast þá mætir leikfangahersingin með sitt hafurtask og að sjálfsögðu eru skemmtilegustu græjurnar þær sem heyrist mest í. Upphefst nú tímabil þar sem mis hávær hljóð berast um húsið, en fullorðnafólkinu til happs að þá fer litli einstaklingurinn af heimilinu smá tíma dags (leikskóli/dagmamma) og því tapast ekki öll heyrn á þessu tímabili. Jæja...nú líður all langur tími....koma því unglingsárin næst með tilheyrandi hurðarskellum og ,,þú skilur mig ekki,, tímabili - Þannig að hvöss hljóð berast einstaka sinnum (oftar hjá sumum börnum en sjaldnar hjá hinum) svona til að toppa það að fullorðna fólkið sem þegar er búið að tapa slatta af heyrninni í gegnum árin að það þurfi pottþétt að fá heyrnartæki þegar á sextugsaldurinn er komið.
Nú ef þið lesendur góðir eignist svo fleiri en einn gullmola þá einfaldlega styttist sá tími sem þið þurfið að fá ykkur heyrnartæki :)
Kveðja frá móðurinni með eyrun sem titra nú í hávaðanum
Athugasemdir
Ég styð Snorra litla í þessu, áfram Snorri áfram Snorri híhíhíhí
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 5.6.2007 kl. 08:56
Ýttu á sólina, ýttu á sólina, ÝTTU Á SÓLINA!!!!!!!! Hahahhaahahah Já þessi leikföng eru ekki beint þau skemmtilegustu......
Fribba (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.