1.6.2007 | 09:54
Vörutorg
Jiminn eini hvað ég þoli ekki þetta sjónvarpsefni. Tek það fram að ég er heimavinnandi og horfi á morgnana á sjónvarpið. Það sem ég er að glápa á er Beverly hills 90210 svona til að upplifa unglingsárin :) og Rachel Ray því ég hef lúmskt gaman af þessari ofvirku og háværu skvettu :) Allavega, þegar þessir þættir mínir eru búnir þá hefst hið margrómaða Vörutorg. Ég svissa nú yfirleitt fljótt um stöð en þegar þetta var nýbyrjað þá auðvitað horfði ég á til að svala forvitni minni. Þessi setning ,,kannist þig ekki við það,, fer orðið svo óstjórnlega í taugarnar á mér að hálfa væri nóg! Svo skil ég ekki af hverju það þarf að endurtaka hlutina 100 sinnum, ég fattaði alveg að helv. tækið sem verið er að selja þjálfar alla vöðva líkamans á sama tíma KRÆST!!!! Málið er að ég næ stundum ekki að skipta um stöð áður en þessi snilldar þáttur hefst því ég er að setja guttann minn út í vagn á þessum tíma. Svo þegar ég er að klæða litla kútinn þá heyri ég í blessðum manninum að tyggja ofan í áhorfendur gæði þess að eiga rándýran brauðkassa sem tekur hálft eldhúsið bara af því að hann loftæmir og því á brauðið bara að vera eins og nýtt forever! COME ON! Já eða þá súkkulaðigosbrunnurinn, algjört möst í partý! Shit ef það þarf e-h gosbrunn til að gera partýið gott þá þekkir þú ekki rétta fólkið hehehehehehehhehehehe.
Ok grumpy ég er hætt í bili....annars á ég mikið inni í röfli ef þessi þáttur kemur til tals aftur. Hhahahahhahahahha.
Góða helgi.
Athugasemdir
Hahhaha ég kannast sko mjög vel við það...... Þessi þáttur er æði!!... eða þannig.... Þessi stjórnandi er svo hrikalega hallærislegur að það hálfa væri nóg og svo endurtekur hann allt sem hann segir svona 30 sinnum! Þátturinn gæti verið svona 2 mínútur ef hann myndi bara segja hverja setningu einu sinni í staðinn fyrir 30 sinnum.......
Fribba (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.