Á ekki til orð!

Mér misbauð svo svakalega þegar ég sá neðangreinda frétt á mbl.is að ég fann mig knúna til að skrifa nokkur orð hingað inn.

Hvað gengur fólki til að skapa svona ,,leik,, sem er ekkert annað en viðurstyggð og umfram allt lögbrot? Er verið að sækjast eftir athygli, peningum, frægð eða hvað??? Er klámvæðingin að ná hámarki núna eða eigum við eftir að sökkva enn neðar í sorann?

Mér er brugðið við þetta og ég vona innilega að samfélag okkar, þetta alheims samfélag sem við búum í muni vakna upp af þessum vonda draumi og halda í hið góða í heiminum í stað þess að sökkva endanlega ofan í viðbjóð og misbeitingu fólks.


mbl.is Nauðgunarþjálfun á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Alheimssamfélag? sé að þú hefur klárlega verið að teygja anga þína mjög langt út fyrir vestræna menningu. Slíkir leikir hafa verið til í Japan og Kóreu í mörg ár. Fólk er að fríka út eins og svartidauði hafi komið til íslands 'allt í einu'. Leikir sem þessir hafa verið við lýð lengi. Það að þú vitir af því er ekki uppvísun á heimsendir.

Freyr Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 10:17

2 identicon

Það er einfaldlega rangt hjá þér, Freyr. Áður en Morgunblaðið birti þessa grein var allt saman í himnalagi og svona óhugnaður var hvergi til. Núna er allt ónýtt.

Ég vona bara að það geri enginn leiki um morð eða ofbeldi, þá gæti fólk farið að stráfalla - enda ekki hægt annað en að apa allt eftir tölvuskjánum. 

G. H. (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:21

3 identicon

Hvaða lögbrot ertu að tala um?

andri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 18:34

4 identicon

Af hverju er verra að nauðga í tölvuleikjum heldur en að lemja eða drepa? Ég skil þetta ekki. Ekki reyna að segja mér að einhverjir fari út og nauðga bara vegna þess að þeir spiluðu leikinn.

 Og með alheimsdæmið... stundum erum við bara ekki nógu dugleg að sjá heildarmyndina. Múslimar í miðausturlöndum hafa í fjölda ára gert skopmyndir af Bandaríkjamönnum, Evrópubúum og gyðingum/Ísraelsmönnum. Gleymdist að nefna það þegar skopmyndahneykslið í Danmörku var í gangi.

Geiri (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 19:11

5 Smámynd: Sigrún

Vissulega eru tölvuleikir sem ganga út á morð og annað ofbeldi ekkert betri en þessi sem ég fjallaði hér um. Hinsvegar finnst manni hálf undarlegt ef verið er að kenna fólki hvernig eigi að fremja glæpi, það hugsa ég að gæti flokkast undir lögbrot. Enginn var heldur að tala um að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem einhver vibbi hafi verið í tölvuleikjum, langt í frá, hinsvegar má nú alveg vekja athygli á því að áhrif tölvuleikja og annara miðla eru mikil, ekki bara á ungt fólk heldur einnig fullorðna. Það veit fólk sem hefur lesið e-h rannsóknir á sviði fjölmiðlafræði. En eins og með allt annað þá eru alltaf einhverjir með og á móti tilteknum hlutum og hafa fullan rétt á því :)

Sigrún, 24.5.2007 kl. 21:21

6 identicon

Heyr heyr... veit ekki betur en að tölvuleikir séu að tröllríða samfélögum um allan heim ef svo má að orði komast! Fáránlegar tölur sem maður er að heyra úr rannsóknum á tölvuleikjum og skaðsemi þeirra á einstaklinga.... einfaldlega alltof margir sem ráða ekkert við þetta og þetta endar oft á tíðum með ósköpum eins og t.d. sjálfsvígum! Hlítur að segja fólki eitthvað þegar tölvufíkn er orðin flokkuð sem geðröskun!

Hafdís (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband