22.5.2007 | 09:51
Er ég að misskilja eitthvað??
Ég hélt að það væri sumar hérna heima en það snjóaði í gær og í dag er bara kalt! Já þetta er það skemmtilega við Ísland, veðrið. Engin þjóð er svo upptekin af því eins og við, meiraðsegja ef fólk fer erlendis og fær fréttir að heiman þá fylgja yfirleitt veðurfréttir með. Eins og manni sé ekki skítsama hvort það snjói heima ef maður er í steikjandi sól á Spáni? Jú það hlýtur að vera eitthvað kikk í því að vita til þess að klakabúar séu heima í láréttri rigningu á meðan maður teigar kokteila við sundlaugarbakka í 30°hita :) Fyndið.
Annað skondið er það að eftir að ég átti strákinn minn þá er ég orðin bara húkkt á veðurfréttum, jú ástæðan er sú að sem sönn íslensk móðir þá skelli ég krakkanum út á guð og gaddinn í hvaða veðrum sem er og þarf því að vita hve mikið litli guttinn þarf að vera dúðaður í það og það skiptið :) Þannig að ef þið eða einhverjir viljið fá að vita veðurfréttir dagsins í dag eða næstu daga þá bara spyrjið þið mig :)
Hafið það gott í vetrarsumrinu :)
Athugasemdir
Já þetta er skrýtið land en mér sýnist nú sem sumarið sé að koma Vonandi......
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.