Að syrgja sitt ,,gamla,, líf

Já ég hef verið að hugsa undanfarið um það hvernig líf mitt var áður en ég eignaðist strákinn minn. Að sumu leyti sakna ég þess tíma, en að öðru leyti finnst mér líf mitt mun fyllra núna einhvern vegin, eins og ég skilji hálfpartin lífið á annan hátt núna en áður. Mjög skrítin tilfinning eiginlega.

Á fallegum sumardegi um helgi fór maður stundum út á lífið eða fékk sér a.m.k. léttvín með matnum. Núna nennir maður alls ekki að fara neitt nema að fá næturpössun og helst ekki fá sér í glas þar sem litli engillinn vekur mann löngu fyrir kristilegan tíma og því hefur maður ekkert þol í að hafa áfengi í blóðinu ofan á þreytuna :) En á móti kemur margt annað sem er svo frábært að orð geta varla fengið því lýst. Líkt og hláturinn í litla kút þegar maður er að fíflast í honum, hversu sjúklega hress hann er kl. 6 á morgnana þegar hann vaknar og umfram allt sá svipur sem sýnir manni hve mikið hann elskar mömmu sína :) Getur algerlega brætt mann.

Hinsvegar má segja að líf okkar hjónanna var orðið eins og það er í dag, þá á ég við áður en við áttum strákinn. Við sátum flest kvöld fyrir framan sjónvarpið og vorum ekki mikið á ,,skrallinu,, Þannig að þessi tilfinning að vera bundinn heima hefur ekki plagað okkur mikið.

En ég held að það sé satt sem einhver sagði við mig fyrir löngu síðan, að þegar maður eignast sitt fyrsta barn þá þarf maður að taka tíma og syrgja sitt ,,gamla,, líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Eru blóm og kransar afþakkaðir??

Annars er eitt sem ég sakna úr gamla lífinu. Það er að sofa út. Maður fer alltaf snemma í rúmið því það kemur bara í hausinn á manni daginn eftir ef maður er eitthvað fram eftir. Svo - góða nótt - ég er farin að sofa

Dagný Kristinsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband