Josh Groban

Í gær fór ég með frænku minni á alveg yndislega tónleika. Ég verð nú að segja að þegar listamenn geta sungið lögin alveg eins og þau hljóma á geisladiskum að þá teljast þeir góðir í mínum bókum. Þar sem nútíma tækni virðist geta látið hvaða jólasvein hljóma eins og snilling þá telst gott að geta sungið ,,tæknilaus,,. Allavega þá fór ég sátt frá þessum tónleikum þrátt fyrir að borga morðfé fyrir miðann :)

Hér á bæ er heimilisfaðirinn í fríi á morgun svo við fjölskyldan erum í 4 daga fríi sem er bara æðislegt! Planið er að fara til ömmunnar í dag því afinn skrapp erlendis. Á morgun á að skella sér á suðurnesin og fá tilboð í efni fyrir húsið okkar sem mun rísa í sumar. Helgin sjálf er nokkuð opin en þörf er á að minnka þvottafjöll og taka til og þrífa íbúðina :) voða gaman eða þannig!

Hvað er á planinu hjá ykkur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Allt óákveðið á þessum bænum, sennilega bara slaka á og hafa það gott  sem sagt, það sama og venjulega hahahaha

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 18.5.2007 kl. 21:35

2 identicon

Hæ!! Vissi ekki að þú værir farin að blogga! Gaman að því  Annars er planið fyrir helgina hjá mér voða skemmtilegt, er að fara að gæsa á morgun, gaman, gaman.

 kv. Fribba

Fribba (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband