18. febrúar-mánudagur

Þá er þessi dagur búinn. Hann gekk bara vel þrátt fyrir nokkuð margar freistingar. Hér kemur matseðill dagsins í dag.

Morgunmatur: 2 ristaðar brauðsneiðar með léttmæjónesi og skinku, sódavatn drukkið með.

Hádegismatur: Kjúklingaréttur með grænmeti (vinnufélagi minn bauð upp á þetta - heimatilbúið) drakk sódavatn með.

Nasl milli mála: 1 cafe latte, sódavatn, kasjúhnetur

Kvöldmatur: Kjúklingabringa ,,oriental,, setti ólífuolíu, hvítlauk, engifer, chilli og dass af soyjasósu ofan á bringur og setti það inn í ofn - grjón með og pepsi max.

Nasl um kvöldið: Nokkrar kasjúhnetur og pepsi max

Er sátt við daginn, fékk mér ekki konfektmola í vinnunni né aðrar freistingar sem voru fyrir framan mig.

Ræktin á morgun :) Hlakka til að sjá hvernig stöðin í Kópavoginum er :) Heyrumst á morgun.


Bloggfærslur 18. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband