17.2.2008 | 23:17
Undirbúningur hafinn...
Já nú er allt reddí, búin að kaupa mér sódavatn til að taka með í vinnuna ásamt því að byrgja mig upp af leyfilegu góðgæti. Það sem ég á við er léttpopp, hnetur, ávextir og svoleiðis gotterí til að narta í ef nammilöngun verður ógurleg fyrstu dagana heheheh. Allavega finn ég núna að ég er tilbúin í þetta og er bara hálf fegin að hafa fengið þessa uppljómun sem ég fékk þarna um daginn er ég stóð við þvottasnúruna með risa stórar buxur sem ég trúði ekki að pössuðu á mig. Ég vissi vel að þær smellpössuðu á mig því ég hafði verið í þeim tveimur dögum fyrr! Ekki veit ég af hverju þetta augnablik varð svona mikilvægt fyrir mig en greinilega hafði það mikið að segja þar sem ég hef tekið þessa ákvörðun um betra líf.
Lífið hefst á ný á morgun....heyrumst þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)