15.2.2008 | 22:59
Spriklið
Jæja ég hef hugsað þetta mikið...og hef tekið þá ákvörðun að æfa 3x í viku. Á morgnana á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Held að það sé fínt til að byrja með. Sé svo bara til hvort ég vilji fjölga eða fækka skiptunum. Samt vil ég eindregið reyna að ná að fara 3x í viku. Finnst það eiginlega lágmark.
Á mánudaginn mun ég líka hætta að borða sælgæti/snakk/bakkelsi/skyndibita á virkum dögum og halda bara 1 nammidag í viku.
Hyggst svo blogga á hverjum degi, eða nánast því til að hafa gott aðhald á mér :)
Hlakka til að byrja....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)