Syndir dagsins

Jæja dagurinn er búinn, tími kominn til að fara að sofa, samt ákvað ég að setjast niður og skrifa nokkrar línur. Vil nefnilega byrja strax að skrifa niður hvað ég borða þó svo að ég sé ekki formlega byrjuð að passa matarræðið þá er ágætt að fara rólega af stað. Hér kemur amk dagurinn í dag...nota bene ferlegur hehehe.

Morgunmatur: 1 skál Special K með léttmjólk.....síðar 1 pepsimax glas og 3 litlir buffalo bitar.

Í vinnunni: 1 cafe latte, 1 glerflaska kristall, 2 molar af konfekti (vann frá 11-18)

Kvöldmatur: 1 1/2 skál hrísgrjónagrautur með kanilsykri og rúsínum, smá léttmjólk útá, 2 þunnar sneiðar lifrarpylsa, pepsi max.

Með sjónvarpinu: Pepsi max og sódavatn, 1 lítið prins póló og nokkrir bitar af saltlakkrís

Semsé dagur sem einkenndist af hálfgerðu svelti og sælgæti hahahhahahahahhaha.


Barátta eða lífsstíll

Já eftir að hafa tæmt líkamann gersamlega af öllu matarkyns fann ég löngun til að fara aftur í ræktina. Frekar undarleg tímasetning og eflaust myndu einhverjir halda að þetta væri nett átröskunarpæling. Hins vegar vita þeir sem mig þekkja að ég hef nú töluvert magn af aukakílóum á mér sem virkilega þarf að fækka. Mér hefur tekist að ná af mér heilum haug sem reyndar hefur komið allur aftur með einni meðgöngu og fæðingu.

Nú er svo komið að ég er aftur á sama stað og ég var fyrir nokkrum árum þegar ég var ,,þyngst,,. Voða gaman eða þannig, en þetta er barátta, ég veit það vel því ég hef staðið í þessu frá því ég var unglingur. Ég ef mikið velt fyrir mér ástæðu þessa að ég varð svona feit og sem betur fer tel ég mig vita það og því stend ég betur að vígi en margir aðrir. Það sem ég tel að þurfi að gerast svo ég nái árangri er:

1. Skrifa niður hvað ég borða á hverjum degi - veitir gott aðhald og þá sér maður svart á hvítu hvað maður er að setja ofan í sig.

2. Fara í ræktina lágmark 3x í viku. Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil áhrif á sálarlífið til hins betra og ef manni líður vel andlega þá gengur allt betur - á öllum sviðum!

3. Hafa nammidag 1x í viku, hef gert það áður og það svínvirkar fyrir mig.

Hvað er þá til fyrirstöðu að byrja? Afsakanir!!!!!!! En ég get auðveldlega framfylgt nr. 1 og 2 en það kostar jú pening að fara í ræktina og við erum að byggja og reyna að spara allan pening svo ég þarf eitthvað að spá í þau málin. Vissulega er ekkert mikilvægara en heilsan og það hlýtur að vera hægt að hliðra eitthvað til í öðrum málum svo smá aur geti safnast saman fyrir líkamsræktarkorti....sjáum til.

Veit ekki hvort ég geri þetta blogg að átaksbloggi eða hvort ég stofni nýtt......ja eða hvort ég geri þetta nokkuð ,,opinberlega,, ....á eftir að ákveða það. Hinsvegar eru þetta mínir þankar í dag.


Bloggfærslur 13. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband