30.8.2007 | 20:21
Hvað viltu gera?
Jamms hún Garún spyr hvað ég vilji gera....
Satt að segja veit ég það ekki 100% sjálf. En eitt veit ég að mínir hæfileikar liggja á sviði mannauðs. Það er að segja, ég á gríðarlega auðvelt með mannleg samskipti og óhrædd við að halda fyrirlestra eða sinna hverjum þeim störfum er krefjast samskipta við fólk. Svo mér datt nú í hug að mínir hæfileikar myndu þá etv. nýtast í störfum ráðningarfulltrúa, starfsmananstjóra (ok ekki strax etv, en kannski aðstoðarmaður á því sviði) eða eitthvað slíkt. Hinsvegar er ég opin fyrir öllum störfum því vissulega er öll starfsreynsla af hinu góða, alveg sama hvað starfið er.
Þá vitið þið það lesendur góðir! Ég er semsé í leit að krefjandi, skemmtilegu, vel launuðu starfi í fyrirtæki þar sem ríkir góður starfsandi og möguleiki á að vaxa í starfi og vinna sig upp :)
Vinsamlegast látið alla sem þið þekkið vita hvort þeir vilij ekki fá einn framúrskarandi starfsmann í sínar raðir :)
Góðar stundir, Sigrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)