15.8.2007 | 10:20
Upptekin!
Já ég er voðalega upptekin eitthvað þessa dagana. Félagslífið og menningarlífið í heild sinni virðist í hámarki nú í ágúst :) Að sjálfsögðu tókum við hjónin þátt í Gay pride og tókum nú litla stýrið með. Ótrúlegt hvað barnið getur sofið í gegnum bara allan hávaða! Ég meina það, sjálf hafði ég gríðarlegar áhyggjur af því að heyrnin hans myndi hreinlega skaðast í mestu látunum, en nei nei vinurinn bara svaf!
Næst á dagskrá er svo menningarnótt þar sem við hjónakornin verðum barnlaus og leikum lausum hala í bænum. Hlakka mikið til þess enda förum við alltaf á þennan viðburð og höfum gaman af.
Óli er kominn í sumarfrí ef frí skyldi kalla...hann mætir á hverjum degi kl. 8 upp í húsið okkar (ja eða verðandi hús öllu heldur) og kemur heim svona um kvöldmatarleytið...voða stuð. Ég er því heima allan daginn með litla kall, sinni honum og horfi svo á Grey´s anatomy á milli hhahahha. Nei svo má ég nú ekki gleyma að ég er að leita að vinnu á fullu og fer í gegnum allar nýjar færslur hjá ráðningarskrifstofunum á degi hverjum og sé hvort einhverjar spennandi vinnur hafa dottið inn. Er bara að sækja um örfáar svona af því að ég vil helst ekki fara í hvaða vinnu sem er. Vil fá bæði ögrandi og krefjandi starf, eitthvað sem ég get nýtt hæfileika mína í og get þróast í starfi.
Svo ef þið vitið um eitthvað meiriháttar starf sem er á lausu þá látið mig bara vita! Verið svo dugleg að kommenta! Koma svo!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)