24.júlí -Merkisdagur!

Já sá merki atburður átti sér stað í gær rétt um kl. 17 að fyrsta skóflustunga var tekin af framtíðarheimili okkar hjóna. Mikið hvað þetta var skemmtileg stund, við tókum heilan helling af myndum og meiraðsegja video þegar fyrsta skóflan var tekin. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu beint, maður finnur bæði til hamingju en líka ákveðins kvíða því þetta er vissulega stórt skref og kostnaðarsamt. Hinsvegar hefur það einhvern vegin verið þannig í lífi okkar hjónananna að hlutirnir reddast alltaf og það er eflaust það lífsmottó sem ég held að sé best að tileinka sér. Ef maður er of mikið að velta sér upp úr því hvernig hlutirnir séu erfiðir og ófáanlegir þá held ég að maður fái aldrei það sem mann virkilega langar í. Því ef maður tekur aldrei áhættu þá festist maður í hversdagsleika sem ef til vill er ekki sá sem maður hefði helst kosið.

Hugsið því um að taka áhættur annað slagið, það gæti borgað sig!


Bloggfærslur 25. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband