18.7.2007 | 19:52
Byrjar ballið...
Já nú hefst gamanið. Flestir sem hafa farið í svona framkvæmdir segja að þeir munu aldrei gera þetta aftur....þetta sé í fyrsta og síðasta skiptið sem maður standi í svona osfrv osfrv. En um hvað snýst málið? Jú að byggja 1 stk. hús. Núna er byrjað fyrsta vesenið, einn segir eitt og annar hitt dæmið, voðalega spennandi. Á meðan eyðast peningar og tími í rugl og vitleysu. En hvað getur maður gert, nákvæmlega ekki neitt! Því ekki ræður maður yfir því hvenær lóðin er afhent svo hægt sé að hefja gröft ó nei...bö smö. En soddan er livet :) Shit happens og allt það. Eina sem skiptir virkilega miklu máli er að grunnurinn sé tilbúinn 1.ágúst en þá eru smiðirnir okkar reddí til að hefja legóbygginguna frægu :)
Að allt öðru....merkilegt hvað karlmenn eru óklárir við að gefa börnum að borða...ja amk karlmenn sem ég þekki. Einhvern vegin verður barnið svoleiðis útatað í mat að þörf er á baðferð eða hreinlega smúlun eftir verkið! Furðulegt! Erum við konurnar bara hreinlegri í þessum málum eða æfðari? Maður spyr sig.
Talandi um börn þá er ég farin að setja litla kútinn minn í háttinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)