Klukk!

Ok þetta er víst í gangi....Ég verð auðvitað að taka áskoruninni en hún er sú að ég á að skrá niður 8 staðreyndir um sjálfa mig. Here goes:

1. Borða aldrei franskar sem eru með svörtum blettum í eða eru eitthvað skemmdar (þetta fannst vini mínum furðulegt)

2. Finnst köngulær ógeðslegar en er ekki hrædd við þær, finnst bara svona vefur algjör vibbi og fæ bara kláða og ónotatilfinningu ef ég kem nálægt þessum viðbjóði JAKK!

3. Er voðalega félagslynd og hef mjög gaman af því að vera með fólki, get því sagt að ég sé ekkert svakalega hrifin af einveru.

4. Finnst voðalega gaman að fara í LANGA göngutúra og þá á ég við helst í 1 klst eða meira!

5. Hef oft byrjað að halda dagbók en svo aldrei haldið því til streitu, veit ekki af hverju.

6. Er með ömurlegan ávana að rífa á mér neglurnar á höndum og fótum :( I know alveg agalegt!

7. Ég þoli illa þegar ákvörðunum og plönum er breytt, er mikið fyrir það að vita hvernig hlutirnir eiga að vera og hvað sé í vændum, líkar illa við óvæntar breytingar. Samt hef ég voða gaman af svona ,,góðu,, surprice svona eins og í afmælisgjöfum eða öðru slíku, ég er svo flókin sko hahahhah.

8. Hef alltaf áhyggjur af fjölskyldunni minni þegar hún fer til útlanda, veit ekki af hverju í ósköpunum, eins og að fljúga sé eitthvað hræðilegt! Verð alltaf að vita þegar viðkomandi lendir því annars er ég ekki í rónni - Furðulegt!!

Steingleymdi að bæta við hverja ég klukka hahahha..ég semsé klukka hana Dagnýju, Fribbu, Guðrúnu Þorgerði sem ég frétti að læsi þetta blogg án þess að ég vissi það (skamm að kvitta þá ekki), Soffíu ef hún sér þetta blogg og svo bara alla hina sem lesa þetta bull mitt. Góða helgi!


Bloggfærslur 14. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband