Atvinnuleit

Jiminn góður hvað mér finnst leiðinlegt að leita mér að vinnu, held satt að segja að það sé með því leiðinlegra sem til er í lífinu. Ástæðan? Jú það að fylla út þessa endalausu lista á heimasíðum ráðningarþjónusta um hvað maður hefur lært osfrv. Vildi óska þess að það væri bara hægt að senda ferilskránna sína með tölvupósti eða í gegnum forrit hjá þeim og punktur búið! Ekki fylla út allt draslið og svo senda ferilskrá líka - fáránlegt!

Vissulega er þetta nú hagræðing fyrir sjálfar ráðningarstofurnar því þær fá þarna upplýsingar strax á tölvutæku formi og gerir það þeim auðveldara fyrir að vinsa úr umsækjendum fyrir tiltekin störf. Æji þetta er bara að fara í taugarnar á mér þessa dagana hahahhah...etv er ég að nota þetta blessaða blogg sem svona röfl dæmi - hvur veit. Þeir sem hafa þá ekki áhuga á að lesa væl, vol, kvart og kvein geta þá bara farið yfir á bloggið hennar Ellýar Ármanns eða annarra sem eru með eitthvað meira krassandi í boði :)

Litli gaurinn minn hefur verið veikur undanfarið, ekkert alvarlegt bara kvefpest - samt nóg til að við foreldrarnir séum komin hálfa leið inn á Klepp, ótrúlegt hvað svona frávik gera lífið erfitt. En hann er allur að lagast og ég líka þ.e. geðheilsan hehhehehehehehehhehehe.

Í dag er svo mömmuklúbbur - alltaf stuð þar á bæ.....eftir það tekur við ungbarnasund - æðislega gaman, ja nema í dag verð ég ein með gaurinn og það er ekki alveg jafn gaman þar sem kallinn minn er ómetanlegur stuðningur á þeim stundum....svo í kvöld verður þreytt mamma sem skríður inn um hurðina heima hjá sér...en jafnframt endurnærð eftir mömmuklúbbinn og sundleikfimina :) Já hey man líka eftir öðru....ekki allt búið enn.....mamman þarf að fara á fund í kvöld líka!!!! OK á semsé eftir að sofna um leið og ég leggst á koddann seint í kvöld!

Hætt að kvarta í bili - góðar stundir!


Bloggfærslur 19. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband