24.5.2007 | 09:57
Á ekki til orð!
Mér misbauð svo svakalega þegar ég sá neðangreinda frétt á mbl.is að ég fann mig knúna til að skrifa nokkur orð hingað inn.
Hvað gengur fólki til að skapa svona ,,leik,, sem er ekkert annað en viðurstyggð og umfram allt lögbrot? Er verið að sækjast eftir athygli, peningum, frægð eða hvað??? Er klámvæðingin að ná hámarki núna eða eigum við eftir að sökkva enn neðar í sorann?
Mér er brugðið við þetta og ég vona innilega að samfélag okkar, þetta alheims samfélag sem við búum í muni vakna upp af þessum vonda draumi og halda í hið góða í heiminum í stað þess að sökkva endanlega ofan í viðbjóð og misbeitingu fólks.
![]() |
Nauðgunarþjálfun á Netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)