Eins og allir hinir

Jæja þá er maður kominn hingað eins og allir aðrir. Moggabloggið er orðið eins og lítið samfélag þar sem menn skiptast á skoðunum. Soldið sérstakt hvernig tímarnir breytast, núna er öllu skellt í netheima og oft á tíðum nafnlaust því auðvitað er auðveldara að tjá sig þannig heldur en undir nafni. Ekki eins og í gamla daga þegar skrif í dagblöð voru tíð og allir undir nafni og jafnvel titlum líka :)

En hér verður skrifað um allt og ekkert....ekki endilega daglega en þó með reglulegu millibili geri ég ráð fyrir. Athugasemdir frá lesendum eru vel þegnar enda er þetta tjáningarform þannig að ákv. hvati er í því að skrifa ef menn vita að einhver er að lesa.

Kær kveðja

Sigrún


Bloggfærslur 16. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband