6.12.2007 | 13:20
Nöldur
Fór að hugsa um þessa umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum og bloggheimum um femínista og þá sem eru greinilega orðnir þreyttir á þeim. Hvað er málið? Er netið orðið vettvangur til að nöldra bara? Ég er ekkert betri tek það fram hér með, ég nöldra út í eitt því ég tel betra að gera það hér heldur en að láta það bitna á fjölskyldumeðlimum :)
Hitt er annað, er ekki í lagi að fólk tjái sig á netinu eða í fjölmiðlum? Vissulega þarf að gæta velsæmis og brjóta ekki lög með því að hafa uppi ærumeiðandi ummæli um einstaklinga. Má þá ekki hver sem er tjá sínar skoðanir?
Æji mér hefur fundist þetta eitthvað svo barnalegt að vera að nöldra og röfla um hvað femínistar eru pirrandi og blablabla. Hverjum er ekki drullusama! Ef femínistum langar til að stofna fréttavef á netinu eða hvað það nú var sem þær voru að stofna, af hverju er það ekki bara allt í gúddí?? Maður spyr sig.
Hvað finnst ykkur annars??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)