Köld slóð

Var að klára að horfa á myndina Köld slóð, verð að segja að hér er á ferðinni frábær mynd! Nú hef ég ekki séð Mýrina til að bera saman en þessi mynd er ótrúlega góð íslensk mynd. Satt að segja hafa gæði íslenskra mynda aukist að mér finnst til muna undanfarin ár en það er jú bara mín skoðun. Hér áður fyrr hafði maður alltaf ákveðinn vara á sér ef um íslenska mynd var að ræða, eins og maður gerði nú ekki neinar meiriháttar kröfur. Eftir því sem árin líða þá hafa kröfurnar aukist og gæðin einnig!

Nenni ekki að rausa eitthvað meir heldur hvet ég alla lesendur til að sjá myndina!


Bloggfærslur 14. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband