Færsluflokkur: Bloggar

Taka til....

Undanfarnar vikur hef ég verið að taka til. Ekki í þeim skilningi að ég sé að þrífa á fullu heima hjá mér, heldur hef ég verið að taka til í sálarlífinu. Nú byrja eflaust þeir sem þekkja mig ekki vel, að hugsa hvað sé nú eiginlega að henni. Af hverju er hún að hugsa svona, er hún búin að fara inn á geðdeild, er hún þunglynd, eitthvað meira ?????? Þið getið nú andað rólega kæru blogglesendur því ég er engan vegin svona ,,spennandi,, :)

Það sem hefur vakið áhuga minn er þessi hugsun að ef fólk ákveður að taka soldið til hjá sér, að þá sé eitthvað meiriháttar að. Ég tel það hljóti að vera styrkur mannsins að vilja endurskoða líf sitt, líta yfir farinn veg, hvað er verið að gera vel/illa, hvað vill maður breyta, hvað er vel gert osfrv.

Oft hef ég staðið sjálfa mig að því að hugsa um fólk sem fer eða hefur farið til sálfræðings sem einhverjar ,,minni,, manneskjur fyrir vikið. Þarna sé á ferðinni fólk sem er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfum sér og þarf aðstoð við lífið. Í seinni tíð hef ég sem betur fer þroskast og vitkast :) Fólk sem fer til sálfræðings, styrkir sig og bætir er pottþétt betur statt en þeir sem húka út í horni með sína vanmáttarkennd og volæði. Oft þarf einhvern hlutlausan aðila til að sýna manni nýjar hliðar á ákveðnum málefnum, einhvern sem hefur enga hagsmuna að gæta og getur sagt hlutina eins og þeir eru. 

Fordómar spretta af fáfræði, ég er að vinna í mínum, sjáum hvað þið haldið um mig núna :)


Pest

Ligg í meiriháttar pest, hrikalegur hósti, slappleiki og stuð! Verst af öllu þá liggur maðurinn minn líka! En þegar maður á lítinn orkubolta sem er með handæði á háu stigi þá er þetta ekki beinlínis besti tíminn til að báðir foreldrarnir veikist og það illa. Með góðri hjálp frá foreldrum mínum og vissulega dagmömmunar líka þá náðum við að komast yfir versta hjallinn. Núna vona ég bara innilega að heilsan mín verði enn betri í á morgun þar sem á morgun er frí og litli kúturinn heima allan daginn. Verst af öllu þykir mér að þurfa að hafa hann inni allan daginn því ég veit hve gaman honum þykir að fara út. Ég vona því að ég verði amk það hress að geta farið í bíltúr bara rétt til að brjóta upp daginn.

Vona að þið hin sleppið við þessa pest en hún er hræðileg!!! Astmalyf, parkódín og nezeril eru á matseðlinum mínum þessa dagana....verst að ég finn nánast ekkert bragð og því er matarlystin lítil og máttleysið þeim mun meira....ok ég er hætt að væla...adios!!! 


Brjóstagjöf. Er hún sjálfsögð?

Hvað er málið með að rakka niður konur sem geta ekki haft börnin sín á brjósti? Þrátt fyrir að þær hafi gert allt sem í valdi þeirra stendur til að reyna þetta þá samt er fundin ástæða til að hnýta í þær.

Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er sú að ég hef mjög oft lesið umræður á Barnalandi um þessi mál. Konur eru miður sín því brjóstagjöfin gengur ekki og oft á tíðum þróast þessi vanlíðan út í þunglyndi því vanmáttartilfinningin er svo mikil.

Sjálf hef ég lent í þessu því ég mjólkaði ekki nóg..og að ég held bara nánast ekki neitt þegar ég átti strákinn minn. Sem frumbyrja þá fór ég vissulega bara eftir því sem allir í umhverfi mínu sögðu mér að gera, fyrst voru það ljósmæðurnar á LSH en síðar ungbarnaeftirlitið. Eftir miklar sálarkvalir og þrotlausa vinnu í 3 mánuði gaf ég þetta upp á bátinn og barnið mitt fékk eingöngu þurrmjólk. Einhvern vegin leið mér alltaf þannig að ég væri ,,verri,, mamma fyrir að hafa barnið mitt á pela, fáránlegt ég veit, en samt þetta er það sem maður Á AÐ GERA. Ef það gengur ekki upp þá getur þú tekið ,,verri,, kost og gefið barninu þurrmjólk. Þetta gerir það að verkum að konum fer að líða þannig að þær séu ekki að veita barninu sínu, sem því er fyrir bestu og það orsakar vanlíðan móður. Það er allavega mín skoðun.

Með þessum pistli mínum vildi ég bara vekja heilbrigðisstarfsfólk til umhugsunar um það hvað það segir við nýbakaðar mæður sem eiga erfitt með brjóstagjöf. Því aðgát skal höfð í nærveru nýbakaðra mæðra sem eiga erfitt með brjóstagjöfina :)


Ekki dagbók

Hef ákveðið að hafa netið ekki sem matardagbók....hef gert það áður með góðum árangri en ég bara nenni því ekki núna hehehehhehe. Ætla frekar að skrifa hér um þanka mína og líðan, held að það sé alveg jafn gott.

Í dag líður mér bara vel, helgin er að klárast og ný vika að hefjast. Húsið okkar gengur vel og ég hlakka mikið til að flytja í það :) Ætla að halda áfram að borða hollt á virkum dögum en leyfa mér eitthvað um helgar. Fór ekki í ræktina um helgina eins og ég var búin að plana, bara gafst ekki tími vegna hluta sem ég var búin að gleyma að ég þyrfti að eyða tíma í :) En ég held mér fast við 2x í viku...batnandi mönnum er víst best að lifa :)

Heyrumst síðar...


Fimmtudagur

Morgunmatur: Hafrakoddar með canderel og léttmjólk

Hádegismatur: Fjölkorna hleifur með grænmeti, osti, eggi og smá sinnepssósu, sódavatn

Kvöldmatur: Kjúklingabringur í kornfleksi (deig: hveiti, egg, léttmjólk, salt og pipar - velt svo upp úr muldu kornfleksi) smá salat með og pepsi max

Kvöld: Pepsi max

Fór í ræktina í morgun líka, tók fína æfingu :) Stefni á að fara á laugardagsmorguninn líka, þarf samt að spá í pössun ef Óli fer að vinna upp í húsi...sjáum hvað verður.

Later....


Miðvikudagur

Morgunmatur: Hafrakoddar með canderel og léttmjólk

Yfir daginn: 1 cafe latte, 1 ristuð orkubrauðsn. með hummus (frá Maður lifandi), vatn, 2 hálsbrjóstsykursmolar

Kvöldmatur: 2 brauðsn. með roastbeef, steiktum lauk, remó og súrum gúrkum, pepsi max (fór í mat til m+p)

Kvöld: Sódavatn með sítrónu og kannski popp - sé til :)

Ég var voða dugleg í saumó í gær, fékk mér enga óhollustu, bara melónur og vínber :) En gleymdi að skrifa í gær að ég fékk mér 1 brauðsn. með hummus (sama og ég fékk mér í dag)

Allt gengur bara vel, vona að íþróttafötin mín verði orðin þurr fyrir morgundaginn - var að skella í þvottavélina sko :)

Heyrumst síðar....


19.febrúar-þriðjudagur

Þessi dagur var bara fínn...reyndar varð hann ekki fullkominn en ég er sátt og það er fyrir öllu.

Morgunmatur: Hafrakoddar með canderel og léttmjólk - 1 skál

Hádegismatur: Fjölkorna hleifur með grænmeti, eggi og smá sinnepssósu, sódavatn

Nasl yfir daginn: 1 hálsbrjóstsykur, 1 cafe latte, 2 grænn ópal pillur, nokkrir harðfiskbitar

Kvöldmatur: 2 ostborgarar frá Mcdonalds (þeir eru litlir mar!), stór skammtur franskar, kokteilsósa og pepsi max

Vegna vesens sem ég nenni ekki að útskýra varð kvöldmaturinn ekki eins og best var á kosið :) Svo bætir ekki úr skák að ég er að fara í saumaklúbb sem verður fullur af freistingum hehehe...en satt að segja ætla ég að leyfa mér eitthvað ef mig dauðlangar í það, þetta er jú spurning um að vera skynsamur.

Í dag fór ég hinsvegar í Laugar að æfa, var ekkert smá ánægð með mig og leið hrikalega vel eftir tímann. Ég ætla að fara 3x í viku og held að það takist alveg hjá mér :)

Mér líður bara vel með daginn í dag :)


18. febrúar-mánudagur

Þá er þessi dagur búinn. Hann gekk bara vel þrátt fyrir nokkuð margar freistingar. Hér kemur matseðill dagsins í dag.

Morgunmatur: 2 ristaðar brauðsneiðar með léttmæjónesi og skinku, sódavatn drukkið með.

Hádegismatur: Kjúklingaréttur með grænmeti (vinnufélagi minn bauð upp á þetta - heimatilbúið) drakk sódavatn með.

Nasl milli mála: 1 cafe latte, sódavatn, kasjúhnetur

Kvöldmatur: Kjúklingabringa ,,oriental,, setti ólífuolíu, hvítlauk, engifer, chilli og dass af soyjasósu ofan á bringur og setti það inn í ofn - grjón með og pepsi max.

Nasl um kvöldið: Nokkrar kasjúhnetur og pepsi max

Er sátt við daginn, fékk mér ekki konfektmola í vinnunni né aðrar freistingar sem voru fyrir framan mig.

Ræktin á morgun :) Hlakka til að sjá hvernig stöðin í Kópavoginum er :) Heyrumst á morgun.


Undirbúningur hafinn...

Já nú er allt reddí, búin að kaupa mér sódavatn til að taka með í vinnuna ásamt því að byrgja mig upp af leyfilegu góðgæti. Það sem ég á við er léttpopp, hnetur, ávextir og svoleiðis gotterí til að narta í ef nammilöngun verður ógurleg fyrstu dagana heheheh. Allavega finn ég núna að ég er tilbúin í þetta og er bara hálf fegin að hafa fengið þessa uppljómun sem ég fékk þarna um daginn er ég stóð við þvottasnúruna með risa stórar buxur sem ég trúði ekki að pössuðu á mig. Ég vissi vel að þær smellpössuðu á mig því ég hafði verið í þeim tveimur dögum fyrr! Ekki veit ég af hverju þetta augnablik varð svona mikilvægt fyrir mig en greinilega hafði það mikið að segja þar sem ég hef tekið þessa ákvörðun um betra líf.

Lífið hefst á ný á morgun....heyrumst þá.


Spriklið

Jæja ég hef hugsað þetta mikið...og hef tekið þá ákvörðun að æfa 3x í viku. Á morgnana á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Held að það sé fínt til að byrja með. Sé svo bara til hvort ég vilji fjölga eða fækka skiptunum. Samt vil ég eindregið reyna að ná að fara 3x í viku. Finnst það eiginlega lágmark.

Á mánudaginn mun ég líka hætta að borða sælgæti/snakk/bakkelsi/skyndibita á virkum dögum og halda bara 1 nammidag í viku.

Hyggst svo blogga á hverjum degi, eða nánast því til að hafa gott aðhald á mér :)

Hlakka til að byrja....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband