31.5.2007 | 09:33
Blessuð sé minning Ástu Lovísu
Fallin er frá sönn hetja. Skrif hennar um baráttuna við krabbameinið kenndu okkur að meta lífið á nýjan hátt. Vera þakklát fyrir litlu hlutina sem skipta svo miklu máli og nýta tímann sem maður hefur með fjölskyldunni og vinum því enginn veit hvenær sinn tími er kominn.
Sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar og vina,
Hvíl í friði.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 09:57
Á ekki til orð!
Mér misbauð svo svakalega þegar ég sá neðangreinda frétt á mbl.is að ég fann mig knúna til að skrifa nokkur orð hingað inn.
Hvað gengur fólki til að skapa svona ,,leik,, sem er ekkert annað en viðurstyggð og umfram allt lögbrot? Er verið að sækjast eftir athygli, peningum, frægð eða hvað??? Er klámvæðingin að ná hámarki núna eða eigum við eftir að sökkva enn neðar í sorann?
Mér er brugðið við þetta og ég vona innilega að samfélag okkar, þetta alheims samfélag sem við búum í muni vakna upp af þessum vonda draumi og halda í hið góða í heiminum í stað þess að sökkva endanlega ofan í viðbjóð og misbeitingu fólks.
Nauðgunarþjálfun á Netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2007 | 09:51
Er ég að misskilja eitthvað??
Ég hélt að það væri sumar hérna heima en það snjóaði í gær og í dag er bara kalt! Já þetta er það skemmtilega við Ísland, veðrið. Engin þjóð er svo upptekin af því eins og við, meiraðsegja ef fólk fer erlendis og fær fréttir að heiman þá fylgja yfirleitt veðurfréttir með. Eins og manni sé ekki skítsama hvort það snjói heima ef maður er í steikjandi sól á Spáni? Jú það hlýtur að vera eitthvað kikk í því að vita til þess að klakabúar séu heima í láréttri rigningu á meðan maður teigar kokteila við sundlaugarbakka í 30°hita :) Fyndið.
Annað skondið er það að eftir að ég átti strákinn minn þá er ég orðin bara húkkt á veðurfréttum, jú ástæðan er sú að sem sönn íslensk móðir þá skelli ég krakkanum út á guð og gaddinn í hvaða veðrum sem er og þarf því að vita hve mikið litli guttinn þarf að vera dúðaður í það og það skiptið :) Þannig að ef þið eða einhverjir viljið fá að vita veðurfréttir dagsins í dag eða næstu daga þá bara spyrjið þið mig :)
Hafið það gott í vetrarsumrinu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2007 | 20:44
Að syrgja sitt ,,gamla,, líf
Já ég hef verið að hugsa undanfarið um það hvernig líf mitt var áður en ég eignaðist strákinn minn. Að sumu leyti sakna ég þess tíma, en að öðru leyti finnst mér líf mitt mun fyllra núna einhvern vegin, eins og ég skilji hálfpartin lífið á annan hátt núna en áður. Mjög skrítin tilfinning eiginlega.
Á fallegum sumardegi um helgi fór maður stundum út á lífið eða fékk sér a.m.k. léttvín með matnum. Núna nennir maður alls ekki að fara neitt nema að fá næturpössun og helst ekki fá sér í glas þar sem litli engillinn vekur mann löngu fyrir kristilegan tíma og því hefur maður ekkert þol í að hafa áfengi í blóðinu ofan á þreytuna :) En á móti kemur margt annað sem er svo frábært að orð geta varla fengið því lýst. Líkt og hláturinn í litla kút þegar maður er að fíflast í honum, hversu sjúklega hress hann er kl. 6 á morgnana þegar hann vaknar og umfram allt sá svipur sem sýnir manni hve mikið hann elskar mömmu sína :) Getur algerlega brætt mann.
Hinsvegar má segja að líf okkar hjónanna var orðið eins og það er í dag, þá á ég við áður en við áttum strákinn. Við sátum flest kvöld fyrir framan sjónvarpið og vorum ekki mikið á ,,skrallinu,, Þannig að þessi tilfinning að vera bundinn heima hefur ekki plagað okkur mikið.
En ég held að það sé satt sem einhver sagði við mig fyrir löngu síðan, að þegar maður eignast sitt fyrsta barn þá þarf maður að taka tíma og syrgja sitt ,,gamla,, líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 11:52
Josh Groban
Í gær fór ég með frænku minni á alveg yndislega tónleika. Ég verð nú að segja að þegar listamenn geta sungið lögin alveg eins og þau hljóma á geisladiskum að þá teljast þeir góðir í mínum bókum. Þar sem nútíma tækni virðist geta látið hvaða jólasvein hljóma eins og snilling þá telst gott að geta sungið ,,tæknilaus,,. Allavega þá fór ég sátt frá þessum tónleikum þrátt fyrir að borga morðfé fyrir miðann :)
Hér á bæ er heimilisfaðirinn í fríi á morgun svo við fjölskyldan erum í 4 daga fríi sem er bara æðislegt! Planið er að fara til ömmunnar í dag því afinn skrapp erlendis. Á morgun á að skella sér á suðurnesin og fá tilboð í efni fyrir húsið okkar sem mun rísa í sumar. Helgin sjálf er nokkuð opin en þörf er á að minnka þvottafjöll og taka til og þrífa íbúðina :) voða gaman eða þannig!
Hvað er á planinu hjá ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 10:46
Eins og allir hinir
Jæja þá er maður kominn hingað eins og allir aðrir. Moggabloggið er orðið eins og lítið samfélag þar sem menn skiptast á skoðunum. Soldið sérstakt hvernig tímarnir breytast, núna er öllu skellt í netheima og oft á tíðum nafnlaust því auðvitað er auðveldara að tjá sig þannig heldur en undir nafni. Ekki eins og í gamla daga þegar skrif í dagblöð voru tíð og allir undir nafni og jafnvel titlum líka :)
En hér verður skrifað um allt og ekkert....ekki endilega daglega en þó með reglulegu millibili geri ég ráð fyrir. Athugasemdir frá lesendum eru vel þegnar enda er þetta tjáningarform þannig að ákv. hvati er í því að skrifa ef menn vita að einhver er að lesa.
Kær kveðja
Sigrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)