Átak eftir helgi..

Dagurinn í dag var alveg sama ruglið og í gær hehehe. En ég er að sæka mig upp í þetta hægt og rólega. Ég ætla að kaupa mér kort í World Class eftir helgina, á nýju kortatímabili. Þá ætla ég að hefja átakið big time. Mun taka dagana fram að þeim tíma sæmilega alvarlega. Ég finn að með hverjum deginum verð ég jákvæðari og bjartsýnni á framhaldið. Er sannfærð að árangur náist eingöngu með jákvæðu hugarfari.

Lifið heil. 


Syndir dagsins

Jæja dagurinn er búinn, tími kominn til að fara að sofa, samt ákvað ég að setjast niður og skrifa nokkrar línur. Vil nefnilega byrja strax að skrifa niður hvað ég borða þó svo að ég sé ekki formlega byrjuð að passa matarræðið þá er ágætt að fara rólega af stað. Hér kemur amk dagurinn í dag...nota bene ferlegur hehehe.

Morgunmatur: 1 skál Special K með léttmjólk.....síðar 1 pepsimax glas og 3 litlir buffalo bitar.

Í vinnunni: 1 cafe latte, 1 glerflaska kristall, 2 molar af konfekti (vann frá 11-18)

Kvöldmatur: 1 1/2 skál hrísgrjónagrautur með kanilsykri og rúsínum, smá léttmjólk útá, 2 þunnar sneiðar lifrarpylsa, pepsi max.

Með sjónvarpinu: Pepsi max og sódavatn, 1 lítið prins póló og nokkrir bitar af saltlakkrís

Semsé dagur sem einkenndist af hálfgerðu svelti og sælgæti hahahhahahahahhaha.


Barátta eða lífsstíll

Já eftir að hafa tæmt líkamann gersamlega af öllu matarkyns fann ég löngun til að fara aftur í ræktina. Frekar undarleg tímasetning og eflaust myndu einhverjir halda að þetta væri nett átröskunarpæling. Hins vegar vita þeir sem mig þekkja að ég hef nú töluvert magn af aukakílóum á mér sem virkilega þarf að fækka. Mér hefur tekist að ná af mér heilum haug sem reyndar hefur komið allur aftur með einni meðgöngu og fæðingu.

Nú er svo komið að ég er aftur á sama stað og ég var fyrir nokkrum árum þegar ég var ,,þyngst,,. Voða gaman eða þannig, en þetta er barátta, ég veit það vel því ég hef staðið í þessu frá því ég var unglingur. Ég ef mikið velt fyrir mér ástæðu þessa að ég varð svona feit og sem betur fer tel ég mig vita það og því stend ég betur að vígi en margir aðrir. Það sem ég tel að þurfi að gerast svo ég nái árangri er:

1. Skrifa niður hvað ég borða á hverjum degi - veitir gott aðhald og þá sér maður svart á hvítu hvað maður er að setja ofan í sig.

2. Fara í ræktina lágmark 3x í viku. Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil áhrif á sálarlífið til hins betra og ef manni líður vel andlega þá gengur allt betur - á öllum sviðum!

3. Hafa nammidag 1x í viku, hef gert það áður og það svínvirkar fyrir mig.

Hvað er þá til fyrirstöðu að byrja? Afsakanir!!!!!!! En ég get auðveldlega framfylgt nr. 1 og 2 en það kostar jú pening að fara í ræktina og við erum að byggja og reyna að spara allan pening svo ég þarf eitthvað að spá í þau málin. Vissulega er ekkert mikilvægara en heilsan og það hlýtur að vera hægt að hliðra eitthvað til í öðrum málum svo smá aur geti safnast saman fyrir líkamsræktarkorti....sjáum til.

Veit ekki hvort ég geri þetta blogg að átaksbloggi eða hvort ég stofni nýtt......ja eða hvort ég geri þetta nokkuð ,,opinberlega,, ....á eftir að ákveða það. Hinsvegar eru þetta mínir þankar í dag.


Faraldar

Ok vona að þetta sé rétt skrifað hjá mér þ.e. fyrirsögnin mín :) En eins og hún gefur til kynna þá hef ég lent í ákveðnum faraldri sem herjar á landann. En það ku vera hin fræga Nóro veira eða iðrasýking.....þetta heitir samt í daglegu tali bara æla og niðurgangur sko! OJ BARA! Var í vinnunni á föstudaginn og seinnipartinn fór mér að líða fremur illa, tórði samt út daginn en þegar heim var komið þá lagðist ég beint upp í sófa og skömmu síðar fór allt á versta veg og veiran náði hámarki. Nú á sunnudegi er ég rétt að hjara við en líkaminn er svo búinn á því eftir þetta að hálfa væri nóg. Ég var slæm í baki áður en núna er ég hreinlega að drepast! Tók helling af íbúfeni og vona nú til Guðs að litli kútur fari að læra að labba svo ég þurfi ekki að halda svona mikið á honum - ÚFF.

Ætla ekki að væla yfir veðrinu það er lítilræði á miða við þessa undangengna pest.

Lifið heil og forðist faralda :)

 


Gleðilegt nýtt ár!

Jamm nýtt ár gengið í garð, ótrúlegt en satt! Margt gerst á árinu en enn meira mun gerast á þessu ári! Ég er sannfærð um að þetta ár 2008 verði frábært! Við munum flytja inn í flotta húsið okkar sem er alveg að verða fokhelt núna....ég er aftur farin að vinna á gamla staðnum mínum og fékk feita kauphækkun og fríðindi -sem er geggjað. Ég mun nú samt áfram leita að vinnu sem tengist menntuninni minni.

Nú litli kúturinn minn mun verða 2 ára á þessu herrans ári og væntanlega fer hann þá að tala sem ég hlakka geðveikt til að heyra - reyndar er hann nú farinn að segja nokkur orð eins og mamma, amma og datt. Hin orðin eru frekar bjöguð en ég veit svosem hvað hann er að meina þegar hann er að blaðra eitthvað :)

Við fjölskyldan förum í fyrstu utanlandsferðina okkar saman þ.e. við þrjú - reyndar förum við með mömmu minni og pabba þannig að stórfjölskyldan fer, ætti maður að segja heheh.

Nokkur börn eru væntanleg í heiminn á þessu ári sem er alltaf gaman....og á þeim nótum óska ég einni vinkonu innilega til hamingju með drenginn sem fæddist 29. des...til hamingju Guðrún og Loftur!

Ég fer full bjartsýni inn í þetta ár og vona að þið öll gerið það líka :)


Þá og nú

Desembermánuður leið afskaplega hægt þegar ég var barn. Þessi mánuður var af einhverjum ástæðum sérstaklega lengri að líða en aðrir. Vissulega hafði dagsetningin 24. desember mikil áhrif þá. Í dag er þessu öfugt farið desember líður hraðar en allir mánuðirnir hinir til samans! Það sem gerist við að eignast heimili og fjölskyldu er að desembermánuður hreinlega flýgur frá manni! ÚFF segi ég nú bara. Með því að skella einni húsbyggingu í dæmið þá má gera ráð fyrir því að nær ekkert gerist sem tengist desember :)

Nöldur dagsins er því þetta...

-ég er ekki enn komin með neina jólaséríu í glugga, sem telst til tíðinda hjá jólabarninu mér!

-Aðventukransinn kom upp á öðrum í aðventu! Kveikti semsé í 2 kertum í einu - stuð!

-Náði nú að baka eina sort af smákökum - bömmerinn er sá að hún er búin!

-Það á eftir að skrifa jólakortin, kaupa frímerkin, senda osfrv.

-Það á eftir að kaupa helling af jólagjöfum

-það á eftir að redda dressi fyrir jólaboð sem er ekki á morgun heldur hinn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

-Til að kóróna málið voru smiðirnir að hringja og ég þarf að fara út í Byko - ekkert jóló við það!

Hætt í bili...heyrumst í næsta stresskasti....


Nöldur

Fór að hugsa um þessa umræðu undanfarna daga í fjölmiðlum og bloggheimum um femínista og þá sem eru greinilega orðnir þreyttir á þeim. Hvað er málið? Er netið orðið vettvangur til að nöldra bara? Ég er ekkert betri tek það fram hér með, ég nöldra út í eitt því ég tel betra að gera það hér heldur en að láta það bitna á fjölskyldumeðlimum :)

Hitt er annað, er ekki í lagi að fólk tjái sig á netinu eða í fjölmiðlum? Vissulega þarf að gæta velsæmis og brjóta ekki lög með því að hafa uppi ærumeiðandi ummæli um einstaklinga. Má þá ekki hver sem er tjá sínar skoðanir?

Æji mér hefur fundist þetta eitthvað svo barnalegt að vera að nöldra og röfla um hvað femínistar eru pirrandi og blablabla. Hverjum er ekki drullusama! Ef femínistum langar til að stofna fréttavef á netinu eða hvað það nú var sem þær voru að stofna, af hverju er það ekki bara allt í gúddí?? Maður spyr sig.

Hvað finnst ykkur annars??


Mig langar til þess

Ég ákvað þegar ég stofnaði þetta blogg að ég myndi aldrei skrifa hér inn nema að mig langaði til þess. Ekki af einhverri skyldurækni eða félagslegs taumhalds sem oft á tíðum virðist hrjá bloggara. Þá á ég við eins konar skyldurækni gagnvart öðrum bloggurum um að blogga daglega. Allavega nóg um það, mig langar semsé núna að skrifa eitthvað.

Á daga mína hefur drifið ýmislegt undanfarið, þar má telja nokkuð margar sendiferðir sem ég hef snattast í kring um smiðina okkar, sótt um nokkuð margar vinnur, fengið nokkur viðtöl, fengið enn fleiri neitunarbréf um vinnur.....og eflaust hellingur annar sem ég man ekki eða nenni ekki að skrifa um.

Var að íhuga um daginn hvort það væri jafngildi holdsveiki að vera í atvinnuleit eftir fæðingarorlof. Satt að segja skil ég þetta ekki því ég hef aldrei verið án vinnu í lengri tíma, ég hef góða menntun, fína starfsreynslu og frábær meðmæli frá fleiri en einum atvinnurekanda. Hvað er þá málið spyr ég??? Ekki er ég að sækja um störf þar sem ég uppfylli ekki kröfur viðkomandi, svo hvað er í gangi? Spurning hvort mastersfólkið sé að taka djobbin sem ég sækji um þar sem krafist er háskólamenntunar og svo þar sem ég sæki um störf þar sem þeirrar menntunar er ekki krafist að þá fæ ég ekki starfið því ég er of mikið menntuð. Það allra síðasta væri að ég fengi ekki störfin því ég á lítið barn (sem er nú ekki svo lítið orðið 1 árs).

Allavega þá er ég ekki komin með vinnu eins og má kannski lesa úr þessum skrifum, hinsvegar sótti ég um eitt starf sem tengist kvikmyndaiðnaði/skemmtanaiðnaðinum sem mig dauðlangar í! Held að það væri meiriháttar fjölbreytt og skemmtilegt. Sjáum hvað gerist með það.

Húsið okkar rís hægt en örugglega, gerum ráð fyrir að það verði fokhelt eftir ca 2-3 vikur. Það verður gaman :) Litli kútur hefur verið veikur undanfarinn mánuð, hefur fengið 4 eyrnabólgur á rúmum mánuði! Erum komin með fastan barnalækni sem ætlar að sjá um kauða. Í kvöld var svo stuð hér eða þannig þar sem litli vaknaði búinn að æla yfir allt rúmið sitt - gaman! Sem betur fer á ég eiginmann sem vann á skemmtistað hér í bæ og er þrælvanur að þrífa svona dæmi, ég meika að þrífa allt nema ælur - meika það ekki! JÖKK.

Langur póstur en samt skrifaður því mig langaði til þess :)


Köld slóð

Var að klára að horfa á myndina Köld slóð, verð að segja að hér er á ferðinni frábær mynd! Nú hef ég ekki séð Mýrina til að bera saman en þessi mynd er ótrúlega góð íslensk mynd. Satt að segja hafa gæði íslenskra mynda aukist að mér finnst til muna undanfarin ár en það er jú bara mín skoðun. Hér áður fyrr hafði maður alltaf ákveðinn vara á sér ef um íslenska mynd var að ræða, eins og maður gerði nú ekki neinar meiriháttar kröfur. Eftir því sem árin líða þá hafa kröfurnar aukist og gæðin einnig!

Nenni ekki að rausa eitthvað meir heldur hvet ég alla lesendur til að sjá myndina!


Hugleiðingar

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég þjáist af þunglyndi eða hvort ég sé bara meiriháttar löt! Já etv skrítin pæling en samt. Mig langar innilega að heimilið mitt sé súper hreint og alltaf vel til haft. Samt virðist vera sem ég fái mig ekki til að þrífa eða gera neitt til að koma þessu í það horf sem ég vil að það sé í. Orkuleysi, framtaksleysi og aðrar skuldbindingar virðast alltaf koma framfyrir þetta mikilvæga verkefni mitt. Ein hugsun hjá mér um daginn var sú að af þvi að ég er í tilteknu stjörnumerki þá væri mér það bara ómögulegt að díla við allt í einu...ég er svona persóna sem vill frekar gera eitt í einu og gera það vel. Hinsvegar má ekki misskiljast að ég geti ekki fengist við mörg verkefni í einu, alls ekki, ég þarf bara alltaf að afgreiða hlutina í réttri röð einhvern vegin.

Eitt er víst að ég fékk fæðingarþunglyndi, ég sé það bara núna þegar ég lít til baka. Það eina sem hægt er að gera í því er að hugsa um daginn í dag...það sem er liðið er jú liðið :)

Ekki veit ég í hvaða átt þessi umræða átti að fara, en akkúrat núna þarf að þrífa föt af syninum en ég er auðvitað ein heima með hann og hann er á skæruliðaskeiðinu þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann á meðan ég set í þvottavél hehehehehehe. Gæti svosem hent honum í rúmið sitt með fullt af dóti - jamm það er lendingin :)

Annars fékk litli í eyrun og því hafa undanfarnir dagar tekið mikið á heimilsfólkið enda hrikalegt að finna svona vanmáttarkennd. Hlusta á barnið sitt gráta sáran og vita ekkert hvað er að er það hræðilegasta í heimi held ég bara!

Að lokum veit ég það að þegar litli byrjar hjá dagmömmunni aftur eftir veikindin þá hressist ég í leiðinni :) hljómar heldur illa, en ég tel að það sé hollt að fá smá frí frá litlum krílum. Tel að foreldrar þurfi það bara í nútímasamfélagi. Dæmi hver fyrir sig.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband