Persónulegt eða almennt blogg?

Ég er nú heldur slappur bloggari þykir mér. Einhvern vegin er nóg að gera svo maður finnur ekki tíma til að setjast niður og hripa niður nokkrar línur. En núna tók ég mér tíma svo njótið lesendur góðir!

Ég hef verið að íhuga hvort þetta blogg mitt eigi að snúast um mig og mína eða svona um allt og ekkert.....á eftir að sjá hvort ég skelli þessu ekki bara í eitt og hafi þetta blogg sem svona hugrenningar um allt og ekkert.

Sumir í bloggheimum virðast voða uppteknir af því að benda á það sem miður fer í okkar samfélagi, hvort sem það eru auglýsingar, fréttir, sjónvarpsþættir eða hvað annað. Mér finnst í raun ótrúlegt hvað fólk getur nöldrað um margt. Samt er þetta oft hin besta lesning því auðvitað er gaman að lesa mismunandi skoðanir fólks. Hitt er annað að margir virðast ekki getað unað því að aðrir séu með öðruvísi skoðanir en það sjálft. Það er sorglegt, því hvernig væri nú heimurinn ef allir væru sammála? Varla jafn skemmtilegur og hann er.

Af mér og mínum er það hinsvegar að frétta að litli kútur byrjar all sennilegast hjá dagmömmu í október. Húsið okkar rís hægt og rólega, komin platan og smiðirnir byrjaðir á ný við útveggina. Nú maðurinn minn elskar nýju vinnuna sína svo mikið að honum finnst næstum leiðinlegt þegar helgar koma! Ótrúlegt! En ég vona að ég eigi eftir að finna vinnu sem er svo skemmtileg heheh.

Hef ekki meira að bulla í bili....


Slæm eða félagslynd mamma?

Ok ég er búin að fá nóg af fæðingarorlofi! Dauðlangar að fara að vinna...segi það bara alveg satt. Þori ekki að ræða þetta opinskátt við neinn þar sem mér finnst eins og ég sé eitthvað slæm mamma að nenna ekki að vera heima allan daginn með litla kútinn. Þess vegna skrifa ég þetta bara hér svo fólk geti lesið þetta heheheh. Satt að segja er ég jafnvel farin að spá í að taka mér bara einhverja þægilega vinnu svona þangað til að ég finn draumadjobbið. Ég er reyndar með nokkrar umsóknir í gangi núna og þar af eru 2 vinnur mjög spennandi svo ég sé til hvað kemur út úr þeim. Ef ég fæ ekki þau störf þá verð ég að fara að róa á önnur mið og sjá bara til hvað kemur út úr því.

En allavega þá gengur mjög vel hjá manninum mínum í nýju vinnunni....húsið okkar gengur líka ágætlega, var þar í dag að moka í hjólbörur og dreifa sandi hist og her :) Vonandi er hægt að steypa plötuna í næstu viku, en það kemur bara í ljós. Litli kútur hossast á rassinum á methraða og er með hand-æði á háu stigi...úffffff maður er bókstaflega á eftir honum út um allt á meðan hann er vakandi...kannski ekki skrítið að mann langi að fara út að vinna????


Bílahugleiðingar

Ok við hjónin höfum aðeins verið að skoða bíla undanfarna daga þar sem skrjóðurinn okkar er að hrynja í sundur :) Sem týpískir foreldrar,erum við að skoða station bíla og höfum séð eina týpu sem okkur lýst vel á. Þar sem við höfum nú alla tíð keypt notaða bíla þá fórum við á stjá og skoðuðum verðin. Okkur til mikillar furðu þá eru bílar sem eru ca. 1-3 ára gamlir á nánast sama verði og nýr bíll!!! Ég ákvað að spyrja hvernig á þessu stæði þegar við vorum stödd í umboðinu og þá var mér tjáð að þessir bílar héldu sér bara svona vel í verði. Það skýrir eflaust líka þá staðreynd að ekki eru margir svona bílar á bílasölunum :)

Annars er litli kútur að byrja hjá dagmömmunni á mánudaginn, maðurinn minn að byrja í nýrri vinnu...og ég enn í atvinnuleit...mega stuð!

Over and out. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband