25.7.2007 | 11:49
24.júlí -Merkisdagur!
Já sá merki atburður átti sér stað í gær rétt um kl. 17 að fyrsta skóflustunga var tekin af framtíðarheimili okkar hjóna. Mikið hvað þetta var skemmtileg stund, við tókum heilan helling af myndum og meiraðsegja video þegar fyrsta skóflan var tekin. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu beint, maður finnur bæði til hamingju en líka ákveðins kvíða því þetta er vissulega stórt skref og kostnaðarsamt. Hinsvegar hefur það einhvern vegin verið þannig í lífi okkar hjónananna að hlutirnir reddast alltaf og það er eflaust það lífsmottó sem ég held að sé best að tileinka sér. Ef maður er of mikið að velta sér upp úr því hvernig hlutirnir séu erfiðir og ófáanlegir þá held ég að maður fái aldrei það sem mann virkilega langar í. Því ef maður tekur aldrei áhættu þá festist maður í hversdagsleika sem ef til vill er ekki sá sem maður hefði helst kosið.
Hugsið því um að taka áhættur annað slagið, það gæti borgað sig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2007 | 19:52
Byrjar ballið...
Já nú hefst gamanið. Flestir sem hafa farið í svona framkvæmdir segja að þeir munu aldrei gera þetta aftur....þetta sé í fyrsta og síðasta skiptið sem maður standi í svona osfrv osfrv. En um hvað snýst málið? Jú að byggja 1 stk. hús. Núna er byrjað fyrsta vesenið, einn segir eitt og annar hitt dæmið, voðalega spennandi. Á meðan eyðast peningar og tími í rugl og vitleysu. En hvað getur maður gert, nákvæmlega ekki neitt! Því ekki ræður maður yfir því hvenær lóðin er afhent svo hægt sé að hefja gröft ó nei...bö smö. En soddan er livet :) Shit happens og allt það. Eina sem skiptir virkilega miklu máli er að grunnurinn sé tilbúinn 1.ágúst en þá eru smiðirnir okkar reddí til að hefja legóbygginguna frægu :)
Að allt öðru....merkilegt hvað karlmenn eru óklárir við að gefa börnum að borða...ja amk karlmenn sem ég þekki. Einhvern vegin verður barnið svoleiðis útatað í mat að þörf er á baðferð eða hreinlega smúlun eftir verkið! Furðulegt! Erum við konurnar bara hreinlegri í þessum málum eða æfðari? Maður spyr sig.
Talandi um börn þá er ég farin að setja litla kútinn minn í háttinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2007 | 13:55
Klukk!
Ok þetta er víst í gangi....Ég verð auðvitað að taka áskoruninni en hún er sú að ég á að skrá niður 8 staðreyndir um sjálfa mig. Here goes:
1. Borða aldrei franskar sem eru með svörtum blettum í eða eru eitthvað skemmdar (þetta fannst vini mínum furðulegt)
2. Finnst köngulær ógeðslegar en er ekki hrædd við þær, finnst bara svona vefur algjör vibbi og fæ bara kláða og ónotatilfinningu ef ég kem nálægt þessum viðbjóði JAKK!
3. Er voðalega félagslynd og hef mjög gaman af því að vera með fólki, get því sagt að ég sé ekkert svakalega hrifin af einveru.
4. Finnst voðalega gaman að fara í LANGA göngutúra og þá á ég við helst í 1 klst eða meira!
5. Hef oft byrjað að halda dagbók en svo aldrei haldið því til streitu, veit ekki af hverju.
6. Er með ömurlegan ávana að rífa á mér neglurnar á höndum og fótum :( I know alveg agalegt!
7. Ég þoli illa þegar ákvörðunum og plönum er breytt, er mikið fyrir það að vita hvernig hlutirnir eiga að vera og hvað sé í vændum, líkar illa við óvæntar breytingar. Samt hef ég voða gaman af svona ,,góðu,, surprice svona eins og í afmælisgjöfum eða öðru slíku, ég er svo flókin sko hahahhah.
8. Hef alltaf áhyggjur af fjölskyldunni minni þegar hún fer til útlanda, veit ekki af hverju í ósköpunum, eins og að fljúga sé eitthvað hræðilegt! Verð alltaf að vita þegar viðkomandi lendir því annars er ég ekki í rónni - Furðulegt!!
Steingleymdi að bæta við hverja ég klukka hahahha..ég semsé klukka hana Dagnýju, Fribbu, Guðrúnu Þorgerði sem ég frétti að læsi þetta blogg án þess að ég vissi það (skamm að kvitta þá ekki), Soffíu ef hún sér þetta blogg og svo bara alla hina sem lesa þetta bull mitt. Góða helgi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2007 | 09:55
Meiriháttar góðar fréttir!
Já var að sleppa símtólinu, en ég var að fá þær fréttir að við megum byrja að grafa fyrir húsinu okkar eftir helgina!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Jiminn hvað þetta er allt spennandi :) Í gær pantaði ég efni í húsið og í dag er á plainu að redda láni til að fjármagna dæmið. Allt að gerast....bara gaman. Já svo kemur kallinn heim frá Stokkhólmi á morgun, er að vinna þar í sendiráðinu. Nú já svo var litli gutti að fá tönn nr. 3 þannig að allt er að gerast bara haehehhehe. En það verður voða næs þegar kallinin kemur heim því hann verður heima á fimmtudag og föstudag á launum - ekki slæmt :) En á næstu helgi er svo mega afmælið hennar Hildar vinkonu, hlakka mikið til þess. Fer ein bara þar sem ástkæri eiginmaðurinn minn vill vera heima með litla kútinn, enda er þetta svona fylleríis útilega.
Jæja ekki meir að frétta í bili....er svo spennt að ég er að springa hahahahha!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 17:07
Humm heyra veðurguðirnir í mér???
Nei smá pæling í sambandi við veðrið.....það átti að rigna í dag....núna er klukkan að ganga sex um kvöld og engin er rigningin!!!!!!! Ég er sko himinlifandi ekki misskilja mig sko....bara soldið skondnar þessar veðurspár....ég er hætt að taka mark á þeim held ég bara.
Over and out.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 10:31
All good things come to an end
Já svo ég tali nú aðeins meira um veðrið, þá virðist sem hið endalausa sólskin sem sleikt hefur höfuðborgarbúa sé farið á vit feðra sinna. Núna ku rigning vera á dagskrá næstu daga...hinsvegar sá ég mér til mikillar gleði að aftur á að koma gott veður nk. mánudag og þriðjudag og þá á ég við 17° hita og sól!!!!!!!!!!! Hvað er að gerast með ,,klakann,,? Ekki kvarta ég! Svo varð úr að ég makaði strákinn minn í sólarvörn því ég sá ekki fyrir endann á blíðunni og taldi heldur ósanngjarnt fyrir hann að kúldrast inni í kerru innilokaður og í skugga. Þannig að litli kútur hefur fengið á sig slatta af sól og þar með heilan haug af D-vítamíni. Mér skilst allavega að við mannfólkið fáum það vítamín úr gula kvikindinu :)
Já að öðrum málum - fékk ekki draumadjobbið sem ég sótti um. Frekar súrt...en það hlýtur eitthvað að reka á fjörur mínar þegar haustar. Núna er bara lægð í atvinnumálunum enda fólk búið að redda sumarstarfsfólkinu og ekki farið að huga að umbreytingum vetrarins. Ég er róleg því mig langar að vera heima með guttann minn út ágúst, verð alveg að viðurkenna það. Hinsvegar er buddan mín ekkert endilega sammála þessu þar sem húsið okkar byggist ekki af sjálfu sér og hvað þá að reikningarnir séu sjálfborgandi :) Hvað það væri nú ljúft annars.......
HÖMMMMM....hef nú ekki mikið að segja held ég...ja jú fer í 30 ára afmæli næsta laugardag og líka laugardaginn þar á eftir....allir að komast á þennan aldur í mínum vinahóp. Ég er róleg þar sem allt árið þarf næstum að líða áður en ég verð að gamalli kellingu :) hahahhahahhahah.
Farið varlega í umferðinni þar sem allir eru á faraldsfæti næstu helgar...og lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)