Brjóstagjöf. Er hún sjálfsögð?

Hvað er málið með að rakka niður konur sem geta ekki haft börnin sín á brjósti? Þrátt fyrir að þær hafi gert allt sem í valdi þeirra stendur til að reyna þetta þá samt er fundin ástæða til að hnýta í þær.

Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er sú að ég hef mjög oft lesið umræður á Barnalandi um þessi mál. Konur eru miður sín því brjóstagjöfin gengur ekki og oft á tíðum þróast þessi vanlíðan út í þunglyndi því vanmáttartilfinningin er svo mikil.

Sjálf hef ég lent í þessu því ég mjólkaði ekki nóg..og að ég held bara nánast ekki neitt þegar ég átti strákinn minn. Sem frumbyrja þá fór ég vissulega bara eftir því sem allir í umhverfi mínu sögðu mér að gera, fyrst voru það ljósmæðurnar á LSH en síðar ungbarnaeftirlitið. Eftir miklar sálarkvalir og þrotlausa vinnu í 3 mánuði gaf ég þetta upp á bátinn og barnið mitt fékk eingöngu þurrmjólk. Einhvern vegin leið mér alltaf þannig að ég væri ,,verri,, mamma fyrir að hafa barnið mitt á pela, fáránlegt ég veit, en samt þetta er það sem maður Á AÐ GERA. Ef það gengur ekki upp þá getur þú tekið ,,verri,, kost og gefið barninu þurrmjólk. Þetta gerir það að verkum að konum fer að líða þannig að þær séu ekki að veita barninu sínu, sem því er fyrir bestu og það orsakar vanlíðan móður. Það er allavega mín skoðun.

Með þessum pistli mínum vildi ég bara vekja heilbrigðisstarfsfólk til umhugsunar um það hvað það segir við nýbakaðar mæður sem eiga erfitt með brjóstagjöf. Því aðgát skal höfð í nærveru nýbakaðra mæðra sem eiga erfitt með brjóstagjöfina :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband